Sætistala: 47
Atómmassi:
107,868 u
Bygging
atómsins: Silfur
er með sætistöluna 47 og raða rafeindir
þess sér á fjögur hvolf í
kringum kjarnann. Á 1. hvolfi eru tvær rafeindir,
á 2. hvolfi eru átta, á 3. hvolfi eru
átján og á 4. hvolfi eru rafeindirnar
nítján talsins.
Saga:
Nafn silfurs kemur úr fornensku þar sem silfur
var kallað siolfur. Tákn fumefnisins, Ag, kemur
hins vegar úr latínu þar sem silfur
kallast argentum. Silfur var þekkt þegar í
fyrndinni og er meðal annars minnst á það
í opinberunarbókinni. Gjallhrúgur í
Litlu Asíu benda til þess að maðurinn
hafi verið búinn að læra að skilja
silfur frá járni um 3000 fyrir Krist.
Hvar
finnst það? Silfur finnst sjálfstætt
og í málmum svo sem argentíti (Ag2S)
and silfurklóríði (AgCl); blý,
kopar, gull, og kopar-nikkel málmar eru aðaluppspretta
silfurs. Mexikó, Kanada, Perú og Bandaríkin
eru helstu silfurframleiðendur á vesturhveli
jarðar.
Framleiðsla:
Silfur er meðal annars unnið með rafmagnshreinsun
á eir. Fínt silfur sem verslað er með
inniheldur að minnsta kosti 99.9% silfur. Hreinleiki
meiri en 99.999% er fáanlegur í viðskiptum.
Þegar silfur er framleitt í iðnaði
er það aðallega hliðarfarmleiðsluvara
sem verður til í ferli hvers aðaltilgangur
er að framleiða annarskonar málm svo sem
blý eða sink.
Eiginleikar: Hreint silfur hefur fallegan hvítan
málmgljáa. Það er örlitlu sterkara
en gull og er mjög sveigjanlegt og auðvelt að
smíða úr. Hreint silfur hefur hæstu
raf- og hitaleiðni allra málma, og hefur minnst
viðnám. Það er stöðugt í
hreinu lofti og vatni, en missir ljómann og fellur
á það þegar það kemst í
snertingu við ozon, vetnissúlfíð eða
loft sem inniheldur brennistein.
Notkun:
Ekta silfur eða sterling silfur er notað í
skartgripi, silfurbúnað og fleira þar sem
útlit skiptir miklu máli. Þessi efnablanda
inniheldur 92.5% silfur, en afgangurinn er kopar eða
einhver annar málmur. Silfur skiptir miklu máli
í ljósmyndun, en um það bil 30%
af silfurframleiðslu Bandaríkjanna fer í
þá grein. Silfur er notað í þær
málmblöndur sem notaðar eru í tannviðgerðum.
Einnig er silfrið nýtt í speglaframleiðslu
og má setja á gler eða málma með
beinum hætti eða rafskautun. Þegar það
er nýsett á gefur það besta endurspeglun
sem þekkist, þegar um er að ræða
sjáanlegt ljós, en er fljótt að
missa ljómann og missir þá einnig endurspeglunarhæfni
sína. Silfur endurspeglar illa útfjólubláu
ljósi. Silfur hefur verið notað í
aldaraðir í mörgum löndum við framleiðslu
myntar. Nú á dögum hefur eftirspurn eftir
silfri farið langt fram úr framboði, því
notkunarsvið hefur aukist.
Meðhöndlun:
Silfur sem slíkt er ekki eitrað, en flest sölt
þess eru það. Silfur i andrúmslofti
ætti ekki að fara yfir 0.01 mg/m3. Silfursambönd
geta síast inn í húðina og silfur
getur sest fyrir í vefjum líkamans. Þetta
veldur sjúkdómi, sem veldur gráum litaútfellingum
í húð og slímhúð. Silfur
hefur sýkladrepandi áhrif og drepur ýmsar
lífverur af lægri stigum án þess
að skaða æðri skepnur.
Einangrun: Hér er stutt dæmi um hvernig hægt
er að einangra silfur.
Þar sem hægt er að kaupa silfur hreint er
yfirleitt óþarfi að útbúa
það á rannsóknarstofum. Samt sem
áður er hægt að sjá hvernig
silfur myndast með því að skoða
þau efnahvörf sem verða þegar koparmálmi,
Cu, er dýft í lausn silfurnítrats,
AgNO3.
Cu(s) + 2 AgNO3(aq)
Cu(NO3)2 + 2 Ag (s)
Við þetta myndast oft fallegir silfurkristallar
og blágræn lausn af koparnítrati.
Höfundur: Theódóra Matthíasdóttir,
Nát123
|