Sætistala: 79
Atómmassi:
196,9665 u
Bygging
atómsins: Rafeindir
þess raðast upp á 6 hvolf í þessari
röð (frá innsta hvolfi til þess ysta)
2,8,18,32,18,1. Það hefur 1 gildisrafeind, og
það flokkast undir hliðarmálma.
Gull
hefur verið þekkt frá ómunatíð.
Um 3000 fyrir Krist voru gullhringar notaðir sem gjaldmiðill
í Egyptalandi og gömlu Mesópótamíu.
Þá var algengt að slá myntir úr
gullinu eða skreyta vopn og skartgripi með því,
líkt og gert er í dag. Einnig var gull notað
í fyllingar af tannlæknum hérna áður
fyrr.
Gullstöng
Gull má finna mjög víða t.d. í
æðum og í möl í árfarvegum
og það er yfirleitt alltaf í samböndum
við önnur efni en má þó einnig
finna sem hreinan málm úti í náttúrunni.
Í dag kemur mestur hluti gullsins frá Suður-Afríku,
Rússlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu.
Gull
er sá málmur sem auðveldast er að
sveigja og teygja sem dæmi má nefna að
ef notaður væri 1 g gullmoli þá mætti
toga hann í 1 km langan þráð.
Hreint gull er sjaldan notað í eitthvað annað
en gullstangir og safngripi eins og gullpeninga. Það
er sökum þess að hreint gull er of mjúkt
til þess að hægt sé að smíða
úr því, þess vegna er því
blandað með öðrum málmum eins og
t.d. kopar þegar smíða á skart og
hluti úr gulli.
Gull
leiðir hita og rafmagn vel og tærist ekki auðveldlega
og það fellur ekki á það í
andrúmslofti eins og t.d. silfur sem dökknar
með tímanum.
Heimildir:
http://visindavefur.hi.is/?id=2178
http://www.namsgagnastofnun.is/lotukerfi/Au.htm
http://www.webelements.com
Höfundur: Lucinda Árnadóttir, Nát123
|