Sætistala:
2
Atómmassi:
4
Bygging
atómsins: Helium flokkast sem eðalgastegund og
er eins og aðrar eðalgastegundir með "fullt
hús" rafeinda á ysta og reyndar eina hvolfi.
Nafnið
Helium er dregið af gríska orðinu Helios sem
þýðir "sól". Maður að
nafni Janssen uppgötvaði efnið fyrstur manna. Hann
var að fylgjast með sólmyrkva þegar hann
veitti athygli sérstakri útgeislun frá
sólinni. Helium finnst í öllu jarðgasi
(u.þ.b. 7%) og mikið er af því í
útgeislun heitustu stjarnanna. Helium verður einnig
til við niðurbrot á geislavirkum efnum en er
þó mestmegnis unnið úr jarðgasi.
Helium er ritað í lotukerfinu sem He
Helium hefur
lægsta suðumark allra efna og sýður við
0°C og er eini vökvinn sem ekki verður að föstum
massa sama hversu mikið hitastigið er lækkað.
Eina leiðin til að gera Helíum að föstum
massa er undir miklum þrýstingi.
Hitinn á Heliumgasi er óvenju hár sem og
þéttleiki við suðumark. Gufan þenst
gríðarmikið út við stofuhita.
Helíum er ómissandi í rannsóknum
á ofurleiðni.
Það ber að umgangast He með mikilli varkárni
þar sem þenslueiginleikar þess eru miklir,
hvort sem er í gas- eða vökvaformi.
Helíum er næstalgengasta frumefni alheimsins næst
á eftir vetni.
Notkunarmöguleikar
He:
- hlífðargas
við málmsuðu
- hlífðargas
við framleiðslu á t.d. Titan og Zirkan
- kælimiðill
við kjarnorkuiðnað
- gas fyrir
ofurhraðavindgöng
- fyrir
kafara
- í
loftbelgi
Blanda af
He og súrefni er notað sem tilbúið andrúmsloft
fyrir kafara sem vinna við aðstæður undir
þrýstingi. Hlutfall He í blöndunni
ræðst af því dýpi sem kafarinn
þarf að vinna á hverju sinni.
He er mikið notað í loftför (t.d. vegna
auglýsinga) þar sem það er mun öruggara
en vetni.
Á síðari tímum hefur Heí vökvaformi
mikið verið notað sem þrýstiefni fyrir
vökvaknúnar eldflaugar.
He er notað í læknisfræðinni, í
tækjum sem sjúkdómsgreina og blóðskanna
sjúklinga, þannig að könnunarskurðaðgerðir
verða óþarfar.
Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) notar
He fyllta loftbalgi til rannsókna andrúmslofts
yfir Suðurskautinu til leitar orsaka ósoneyðingarinar.
Sjó- og landher USA. Er að kanna notkunarmöguleika
He loftbelgja til að fylgjast með lágfleigum
óvinaeldflaugum sem fljúga undir ratsjárgeisla.
Ef He er
sleppt út í andrúmsloftið rís
það æ hærra uns það sleppur
út í geiminn, þ.a.l. er hverfandi lítið
He í andrúmsloftinu.
Höfundur:
Ágúst Þór Gestsson, Nát
123
|