Til baka 
 

 

Joð (Iodine) - I


Sætistala: 53
Atómmassi: 127 u

Bygging atómsins: Joð er frumefni sem merkir að það er gert úr einni tegund atóma (frumeindar). Fjöldi róteinda í kjarna þess eru 53 sem gefur sætistölu atómsins í lotukerfinu og nifteindir eru 74 sem gefa samanlagt massatöluna 127. Bygging þess eru 2 rafeindir á fyrsta hvolfi, 8 rafeindir á öðru hvolfi,18 rafeindir á þriðja hvolfi, 18 rafeindir á fjórða hvolfi og 7 rafeindir á fimmta hvolfi. Sem er jafnt og 53 rafeindir alls. Rafeindir og Róteindir eru jafnmargar í óhlöðnu atómi þegar um hreint frumefni er að ræða. (Sjá mynd.)

 

Myndin sýnir byggingu joð atóms.

Ég valdi mér frumefnið joð. Það er vegna þess að þegar ég var lítil þá var kona í næsta húsi sem hafði unnið sem hjúkrunarkona og hún bar stundum joð á sár og þetta þótti mér spennandi að sjá og hvernig húðin varð gulbrún á lit. Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég komst að því að joð væri frumefni og ákvað að komast að fleiru um efnið.

Nafnið Iodine er komið af Gríska orðinu iôdes (violet) og merkir fjólublár. Joð var uppgötvað árið 1811 af Bernard Courtois.

Efnið er aðeins í litlu magni í náttúrunni. Það finnst í sjó þar sem það er í þara og þangi, í Chile í nítratríkri jörð, þekkt sem "catuche", í gömlum uppþornuðum sjávarbotnum, í söltu vatni, í olíu og söltum uppsprettum.


Joð er mest notað til lækninga og í lífrænni efnafræði. Joð er mjög sótthreinsandi og blandað við spritt til útvortisnotkunar drepur það bakteríur mjög fljótt, og er því oft notað við aðgerðir og sótthreinsunar þar sem þarf að sótthreinsa húð einu sinni , því það hefur ekki góð áhrif á hornhimnu húðar að vera notað oft. Virkun þess er heldur ekki löng eða aðeins um 20-30 mín. Joð hefur lengi verið notað sem slímlosandi efni í hóstasaft og geislavirkt joð er notað þegar líffæri eru mynduð.


Joð tilheyrir skjaldkirtilshormónum en þau halda utanum orkubúskap líkamans. Joð er steinefni sem binst hormónum skjaldkirtilsins, þörfin fyrir joð til inntöku er afskaplega litil því flokkast það sem snefilefni. Langflestir fá svalað dagsþörf sinni fyrir joð úr mat. Joð er einkum í ýmsu sjávarmeti. Það er líka í morgunkorni, mjólkurvörum, eggjum, baunum, brauði og kjöti. Í sumum löndum er borðsalt joðbætt. Joðskortur veldur stækkun á skjaldkirtli.

Þetta eru helstu upplýsingar sem ég komst að um frumefnið joð. Ég er margs vísari og vona að þið séuð það líka.

Höfundur: Sólveig Stefánsdóttir, Nát123


Fjölbrautaskólinn við Ármúla, mars 2003/Sigurlaug Kristmannsdóttir