Til baka 
 

 

Liþíum - Li


Sætistala: 3
Atómmassi: 6,94 u

Bygging atómsins: Liþíum hefur sætistöluna 3 og hefur því 3 róteindir, 1 á fyrsta hvolfi og 2 á öðru hvolfi. Liþíum er til sem tvær samsætur í náttúrunni, annarsvegar með 4 nifteindum (92,5%) og hinsvegar með 3 nifteindum (7.5%).

Eftir nokkra skoðun á lotukerfninu og vangaveltur um frumefnin ákvað ég að velja mér frumefnið liþíum sem mitt uppáhalds frumefni. Liþíum var uppgötvað árið 1817 af manni að nafni Ágúst Arfveddson sem gaf efninu þetta gríska nafn sem merkir “steinn.”

Liþíum er alkalímálmur og er í flokknum hvarfagjarnir málmar.

Liþíum er mjög gagnlegt frumefni og er mikið notað allstaðar í kringum okkur þar sem liþíum gegnir miklu hlutverki á þessum tímum kjarnorku, lyfjanotkunar og tækni og auk þess sem liþíum finnst líka í fæðunni okkar. Eiginleikar liþíums nýtast við virkjun kjarnorkunar vegna hitaeiginlegika þess og hve létt efnið er en liþíum er léttasti málmurinn. Liþíum er notað sem virka efnið í ýmis liþínsölt sem gefin eru sjúklingum sem þjást af geðhvörfum og eru dagskammtar slíkra sjúklinga 250-500mg á dag af liþíum. Liþíum er svo notað í ýmis efnasambönd sem geyma orku og dæmi um slíkt efnasamband er LiI sem er notað í rafhlöður sem knýja GSM símana okkar, ferðavélarnar og hjartagangráðin svo eitthvað sé nefnt. Í dag er mikill hlut af liþíumi sem notað er fengið úr saltvatni frá Kaliforníu og Nevada í Bandaríkjunum, en annars er það að finna allstaðar í náttúrunni í steinefnum og saltlausnum en aldrei eitt og sér.

Mynd af liþíum sem búið er að einangra.

Liþíum er silfurgljáandi að lit en verður fljót fyrir áhrifum súrefnis og verður hálfsvart á nokkrum mínútum og er þessvegna yfirleitt geimt í olíu.

Höfundur: Jóhannes Karl Karlsson, Nát123


Fjölbrautaskólinn við Ármúla, maí 2003/Sigurlaug Kristmannsdóttir