Til baka 
 

 

Xenon - Xe


Sætistala: 54
Atómmassi: 131,3u

Bygging atómsins: Róteindir 54 og nifteindir 77. Samsætur þekktar úr náttúrunni eru alls 9 stöðugar og 20 óstöðugar. Rafeindaskipan 2-8-18-18-8.


Xenon atóm

Nafnið XENON kemur úr grísku og merkir hið óþekkta/hinn ókunni (stranger). Það var uppgötvað af Sir William Ramsay og Travers árið 1898. Þeir höfðu verið að gera tilraun með vökvakennt loft og í afgangs leifum tilraunaglasanna fundur þeir Xenonið.

Í náttúrunni má finna efnið í andrúmsloftinu, það verður til með útgufun í sérstökum tegundar ólífrænna uppsprettna.

Xenon er í seinasta flokki lotukerfisins sem nefnist eðalgastegundir. Eðalgastegundir eru með fulla rafeindaskipan á ysta hvolfi (8) og eru því mjög stöðug og óhvarfgjörn efni.

Eðalgastegundir ganga að öllu jöfnu ekki í samband með öðrum efnum en Xenon hefur þar undantekningu. Þekkt eru yfir 80 efnasambönd sem Xe getur myndað með Flúor(F) og Súrefni (O) t.d hexaflúoríð og díflúoríð, Xenon sýra, Xenöt, Perxenöt XeF6 svo og Xenon tríoxíð. Þessi efnasambönd verða þó aðeins til í tilraunastofum.

Sjálft Xe er ekki skaðlegt en sem efnablanda getur efnið verið mjög varasamt. Xenon tríoxíð er t.d MJÖG eldfimt.

Xenon er til margs nothæft, til dæmis er Xenonflúríð ( XeF6) hægt að nota sem aflgjafa og er selt sem örgjafi í tölvur og við kjarnorkuvinnslu. Til eru Xenon ljósaperur gasfylltar með Xe. Þessi ljós eru einstaklega orkunýtin og gefa frá sér 3sinnum meira ljós og endingin er um 10sinnum lengri heldur en venjulegar halogen perur (einnig gastegund. Liturinn frá þessum ljósum er um 4300 Kelvin gráður svipað dagsbirtunni.

Heimildir:

http://www2.fa.is/deildir/Efnafraedi/nat123/sumar/lotukerfid/54.html
http://www.aukaraf.is/NBB/nbbbilaljos.htm
http://www.flensborg.is/og/efn303/Glarurhopur4.ppt

http://www.chemicalelements.com/elements/xe.html

Höfundur: Sóley Björk Gunnlaugsdóttir, Nát123


Fjölbrautaskólinn við Ármúla, maí 2003/Sigurlaug Kristmannsdóttir