Sætistala:
1
Atómmassi:
1,008 u
Bygging
atómsins:
Ventið hefur eina rafeind og eina
róteind.
Hvar
er vetni að finna í náttúrunni og hvaðan
er nafn þess tilkomið:
Léttasta frumefnið og frumefnið sem mest er af
til í veröldinni er “Vetni” öðrum
nafni Hydrogen úr grísku og því er
haldið fram að öll efni séu af því
komin. Vetni er hluti af efnasambandinu H2O eða
vatni. Þegar rafstraumur er leiddur í gegnum vatn
klofnar vatnið í tvær lofttegundir súrefni
og vetni. Vetni er sett saman úr tveimur vetnisatómum.
Hvernig
vetni er notað:
Vetni er í uppáhaldi hjá mér þar
sem það myndar efnasamband með súrefni
og myndar vatn og má segja að við gætum
ekki lifað án vatns einnig er vatn mikilvægt
fyrir heilsuna og hefur verið lengi táknrænt
fyrir hreysti og fegurð. Einnig er vetni orkugjafi framtíðarinnar
sem kemur til með að nýtast okkur vel til að
knýja hin ýmsu tæki án þess
að raska jafnvægi náttúrunnar.
Annað
forvitnilegt um vetni:
Í lotukerfinu þá hefur vetni sætistöluna
1 og er einfaldasta frumefnið. Vetnið er í línu
með 1. flokk en þar eru hvarfgjarnir málmar
en vetnið er í raun málmleysingi og flokkast
með þeim þrátt fyrir að sætistala
vetnis 1 sé í engu samræmi við aðra
málmleysingja. Vetni hefur 1 hvolf, 1 rafeind, 1 róteind
en atómassatala er 1,008.
Heimildaskrá:
Höfundur:
Fríða Ísbjörg Kjartansdóttir,
NÁT 123
|