Til baka 
 
 
Kvikasilfur - Hg

 

Sætistala: 80

Atómmassi: 200,59u

Bygging atómsins:

Elektrónuskipan kvikasilfurs er 2-8-18-32-18-2. Sjá eftirfarandi mynd af byggingu atómsins:


Myndin er af byggingu kvikasilfurs atóms.

Hvernig nafn kvikasilfurs er tilkomið:

Gullgerðarmenn miðalda töldu unnt væri að breyta kvikasilfri í gull og frá þeim er enska nafnið Mercury komið (eftir rómverska guðinum Merkúr). Táknið Hg er eftir gríska orðinu hydrargyros eða fljótandi silfur.

Hvar kvikasilfur er að finna í náttúrunni:

Kvikasilfur er frumefni og því “ verður það ekki til” í náttúrunni heldur finnst í efnasmböndum með öðrum frumefnum. Til dæmis sem steintegundin Sinnóber (HgS- kvikasilfurssúlfíð) sem finnst í námum meðal annars á Spáni, Ítalíu og Rússlandi.

Hvernig kvikasilfur er notað:

Kvikasilfur er eini málmurinn sem er fljótandi við stofuhita og er hann mikið notaður í málmblöndur. Kvikasilfur er hliðarmálmur, málmar mynda ætíð plúsjónir þ.e. láta frá sér rafeindir og eru rafeindir á ystu hvolfum þeirra frekar laust bundnar og eiga því auðvelt með að losna úr viðjum kjarnans. Helstu not af kvikasilfri eru í rannsóknartækni t.d í hitamæla, í amalgam í tennur og í skordýraeitur.

Annað forvitnilegt um kvikasilfur:

Amalgam tannfyllingarefnið inniheldur 50% kvikasilfur. Það er vitað að kvikasilfur lekur úr amalgam tannfyllingum og Hg fer ofan í meltingarveg fólks og safnast upp í vefjum líkamans. Margir eru á þeirri skoðun að það geti valdið sjúkdómum og er víða búið að gera ráðstafanir til að banna notkun amalgam.


Heimildaskrá:

 

Höfundur: Þóra Kristín Þórhallsdóttir, NÁT 123

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, febrúar 2004/SK