Sætistala:
80
Atómmassi:
200,59u
og er kvikasilfur
eitt þyngsta efni sem vitað er um.
Bygging
atómsins:
Atóm þess geymir 80 rafeindir, 80 róteindir
og 120,59 nifteindir.
Hvernig
nafn kvikasilfurs er tilkomið:
Ég
valdi frumefnið kvikasilfur af einskærri tilviljun.
Ég skoðaði lotukerfið og ákvað
bara að velja eitthvað frumefni af handahófi,
og kvikasilfur varð fyrir
valinu.
Á erlendri grundu nefnist Hg; Mercury eða Quicksilver.
Árið 1500 fyrir Krist fannst þetta tiltekna
efni af gullgerðarmönnum í Egyptalandi, sem
leituðu af gulli í námum og voru yfir sig
hrifnir þegar þeir fundu þennan málm.
Þeir töldu sig geta breytt kvikasilfri í gull
vegna eiginleika þess við að blandast við
önnur efni. Þeir skýrðu efnið Mercury
eftir Rómverska Guðinum Merkúr. Táknið
Hg er hinsvegar eftir orðinu ,,Hydragyros’’
eða fljótandi silfur.
Hvar
kvikasilfur er að finna í náttúrunni:
Kvikasilfur er frumefni og verður því ekki
til í náttúrunni heldur myndaðist það
ásamt öðrum frumefnum í iðrum stórra
sólstjarna einhvern tímann á árdögum
alheimsins.
Kvikasilfur má finna m.a. í öllu sjávarfangi
og á mörgum stöðum í náttúrunni,
þá helst sem steintegundin; Sinnóber (HgS
eða Kvikasilfurs-súlfíð).
Hvernig
kvikasilfur er notað:
Eins og áður segir er kvikasilfur mjög þungt
efni og er silfur-hvítt á litinn. Kvikasilfur
er hliðarmálmur og á auðvelt með að
sameinast m.a.; Neon, Argon, Krypton og Xenox. Og jafnframt
vinnur það vel með silfri, gulli og tini. Kvikasilfur
er hættulegt öllu lífi í of miklum
mæli, og þarf að fara mjög varlega þegar
það er meðhöndlað.
Einnig er kvikasilfur mikið notað á tannlæknastofum,
í hitamæla og í skordýraeitur.
Annað
forvitnilegt um kvikasilfur:
Til
gamans má geta að kvikasilfur er með öllu
sönnu banvænt og var m.a. notað til þess
að myrða boxara nokkurn í sjónvarpsþættinum
C.S.I. Hnefaleikamaður hafði sprautað kvikasilfri
í boxhanska sína til að höggin yrðu
aflmeiri og fyrir vikið lést mótherjinn.
Heimildaskrá:
Eðlis
og Efnafræði, orka og umhverfi. E. Rúnar
S. Þorvadsson. Útgáfa Iðnú
2003
Internetið;
http://www2.fa.is/deildir/efnafræði/nat123/sumar/lotukerfið/80.html
http://www.webelements.com/webelements/elements/text/hg/key.html
http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=3774
Höfundur:
Fríða Hermannsdóttir, NÁT 123
|