Sætistala:
11
Atómmassi:
22,989777u
Bygging
atómsins:
Í kjarnanum eru 11 róteindir og 12 nifteindir.
Rafeindirnar eru einnig 11. Fyrstu tvö hvolf eru full,
þ.e.a.s. 2 rafeindir á fyrsta og 8 á öðru,
en á þriðja hvolfi er ein rafeind, sem skýrir
að nokkru leyti hvarfgirni natríums.
Hvernig
nafn natríums er tilkomið:
Nafn málmsins
er komið af fornlatneska orðinu Sodanum, sem var sódavatn,
Na2CO3. Nafnið Natrium er komið
af orðinu 'natron', sem er sjálft komið af gríska
orðinu nitron, sem var sódavatn.
Efnafræðingarnir Martin Heinrich Klaproth og Ludwig
Wilhelm Gilbert
lögðu nafnið Natronium til í stað Soda,
þar eð þeim fannst ekki nógu fínt
að skíra frumefni eftir algengri, mengaðri (þ.e.
ekki hreint natrium) verslunarvöru sem sódavatn
var á þeim tíma.
Hvenær
natríum var uppgötvað:
Natríum
er silfurhvítur og mjúkur og var fyrst einangraður
árið 1807, með rafgreiningu á vítissóda.
(Sjá mynd hér á eftir.) Maðurinn sem
aðskildi efnið hét Davy.
Það eru þekktir þrettán mismunandi
ísótópar af Natríum.
Natríum
er silfurhvítur og mjúkur málmur.
Hvar
natríum er að finna í náttúrunni:
Natríum er algengast í natríumklóríði,
eða matarsalti. Á meðal annarra algengra efna
sem innihalda natríum eru matarsódi (NaHCO3)
og vítissódi (NaOH) – en ‘sóda’nafnið
er einmitt komið af enska heiti málmsins, sodium.
Natríum
er ódýrasti málmurinn miðað við
rúmmál. Málmurinn er hins vegar mjög
hvarfgjarn, og getur kviknað í honum, komist hann
í snertingu við vatn.
Natríum er til staðar í bæði sólum
og stjörnum. Natríum er fjórða algengasta
frumefnið á jörðinni og finnst í
nokkrum mæli í jarðskorpunni. Hann finnst hvergi
á hreinu formi í náttúrunni og hann
er eðlisléttari en vatn.
Hvernig
natríum er notað:
Natríum er notað við pappírsiðnað,
gleriðnað, sápugerð, olíuiðnað,
málmiðnað, klæðaiðnað og efnaiðnað.
Málmurinn nýtist við að ryðhreinsa
málma, hreinsa bráðnar málmblöndur
og bæta samsetningu sumra málma. Málmurinn
leiðir mjög vel hita, og blanda hans við kalíum
(NaK) er mikilvægur hitaleiðandi málmur. Málmurinn
er nauðsynlegur við framleiðslu estera, og við
samsetningu lífrænna efna.
Annað
forvitnilegt um natríum:
Natríum þarf að höndla af mikill varúð
og með góðri þekkingu vegna hvarfaeiginleika
þess. Geyma þarf málminn hreinan í
olíu vegna þessara hvarfeiginleika (Sjá
mynd hér að ofan).
Heimildaskrá:
http://www2.fa.is/deildir/Efnafraedi/nat123/sumar/lotukerfid/11.html
http://environmentalchemistry.com/yogi/periodic/Na.html
http://www.vanderkrogt.net/elements/elem/na.html
Höfundur:
Hildur Björk Leifsdóttir, NÁT 123
|