Til baka 
 
 
Súrefni - O

 

Sætistala: 8

Atómmassi: 15.9994u

Bræðslumark: -218.4° C (-361.1° F)

Suðumark: -183.0° C (-297.4° F)

Eðlismassi: (1 atm, 0° C) 1.429 g/l

Bygging atómsins:

Það eru þrjú náttúruleg form frumefna eða samsæta af súrefni. Hið ljósasta lang algengast. Oxygen -16 hefur að geyma átta róteindir og átta nifteindir í kjarnanum.

Hvenær súrefni var uppgötvað:

1772 var súrefnið uppgötvað af sænskum efnafræðing Carl Wilhelm Scheele sem náði súrefninu með því að hita kalíumnítrat, kvikasilfur og mörg önnur efni og efnasambönd. Það var breski efnafræðingurinn Joseph Priestley sem einnig uppgötvaði súrefnið þremur árum seinna en Carl en var þó fyrri til að kunngera það.

Hvar súrefni er að finna í náttúrunni:

Ég valdi frumefnið súrefni eða oxygen (O) þar sem það er undirstaða alls lífs á jörðinni.

Það má segja að súrefni sé ríkulegasta frumefni jarðar þar sem tilvist þess er nauðsynlegt öllu lífi jarðarinnar. Sem O2 nýtum við súrefnið til þess að anda en sem ósonlag O3 ver súrefnið okkur útfjólubljáum (UV) geislum sólarinnar sem eru bæði mönnum og plöntum mjög skaðlegir.

Súrefni skipar um 2/3 hluta mannslíkamans og um 9/10 hluta (í vikt) alls vatns í ám, lækjum, vatna og úthafa. Í samruna við önnur frumefni skipar súrefni í vikt um helming alls bjargs og sands í jarðskorpunni. Hlutfall súrefnis í andrúmsloftinu er 21 prósent, um 89 prósent hafsjós og 46,6 prósent jarðskorpunnar.

Hvernig súrefni er notað:

Nær allar plöntur og öll dýr þurfa súrefni til þess að anda. Jafnvel fiskar nýta sér súrefnið sem leysist upp í vatni. Líkamsvefir innihalda kolefna og vetnisblöndu sem án afláts oxast á sama veg og viður brennur. Það er að blandan samlagast súrefninu í loftinu og skila sér í andrúmsloftið sem koltvíoxíð og vetni. Þesskonar oxun skapar í sumum tilfellum nægilegan hita fyrir dýrin. Í sólarljósi nýta grænar plöntur sér koltvíoxíð í loftinu og við ljóstillífun skila þær súrefni út í andrúmsloftið. Þessi breyting súrefnis í koltvíoxíð við öndun og koltvíoxíð í súrefni við ljóstillífun nefnist súrefnis hringrásin.

Annað forvitnilegt um súrefni:

Eitt og sér lætur súrefnið ekki mikið yfir sér en það er litarlaust, lyktarlaust og bragðlaust frumefni sem breytist í ljósbláan vökva við -183°C en fast efni við -218°C. Það má segja að Súrefni sé mjög vingjarnlegt þar sem það á á mjög auðvelt með að bindast öðrum frumefnum sem þá eru sögð oxast.

Stundum getur hiti annaðhvort aukið eða dregið úr hraða efnahvarfa líkt og þegar viður brennur. Bruni er einfaldlega hröð oxun. Súrefnið í loftinu sameinast vetni og kolefni í viðnum sem myndar vetni H2O og hið ósýnilega gas koltvíoxíð CO2.

Antoine Lavoisier, franskur efnafræðingur var fyrstur til þess að uppgötva þessa efnasamsetningu og útskýra bruna eða brennslu sem oxun. Hann uppgötvaði einnig að ryð væri útkoma samruna súrefnis og málms. (Sjá eftirfarandi mynd af Lavoisier.)


Antoine Lavoisier


Allt frá árinu 1900 til 1961 var súrefni 16 notað sem mælikvarði þyngdar frumeinda.

Heimildaskrá:

Encyclopedia Britannica

Britannica Student Encyclopedia

National Labs Chemistry Division Los Alamos

Webelements.com

Höfundur: Sigurlaug Sverrisdóttir, NÁT 123

 

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, febrúar 2004/SK