Neon

Við völdum okkur frumefnið neon. Tákn efnisins er Ne, sætistala þess er 10 og atómmassi þess er 20.18. Neon er ein af eðalgastegundunum.

Efnið uppgötvuðu Ramsay og Travers árið 1898 og er það sjaldgæf eðalgastegund sem finnst í andrúmsloftinu. Aðeins einn hluti af neoni er í andrúmslofti á móti 65.000 af súrefni.

Nafn frumefnisins kemur úr grísku (neos=nýr).

Frumefnið er samsett úr 10 róteindum, 10.18 nifteindum og 10 rafeindum sem raðast svona á hvolfin: 2K8L8M.

Náttúrulegt neon er blanda þriggja sameindajóna. Efnið er talið ganga í efnasamband með fluori. Það er enn ekki alveg vitað hvort frumefnið neon er í raun til, en allar líkur benda þó til þess.

Í lofttæmdum rýmum glóir neon appelsínugulu ljósi og er það mikið notað til að búa til auglýsingaskilti, það er aðalnotkun neons í dag. Neon er einnig notað í fleiri hluti, s.s. sjónvarpsleiðslur og eldingavara. Neon er einnig notað í efnasambandi við helíum til að búa til gas-leysera.

Hægt   er að kaupa neon í fljótandi formi í dag og er það mikilvægt í framleiðslu á umhverfisvænum kælitækjum.

Neon er ódýrt og hagkvæmt til notkunar í kælitækjum, en það er mun afkastameira en t.d. fljótandi vetni. Neon kostar aðeins um 150 krónur líterinn.

Anna Jóna Heimisdóttir

Njörður Njarðarson

Árni Magnússon

 

Heimildir