Sætistala:
47
Atómmassi:
107,9u
Bygging atómsins:
Róteindafjöldinn er 47 og nifteindafjöldinn
61.
Hvernig
nafn silfurs er tilkomið:
Óvissa er með uppruna orðsins silfur en tákn
frumefnisins Ag er stytting úr latneska heitinu argentum
sem á uppruna í orðinu argunas úr sanskrít
og þýðir skínandi.
Hvar
silfur er að finna í náttúrunni:
Silfur ryðgar ekki eins og aðrir málmar og þess
vegna er það tilvalið í skartgripi og borðbúnað.
Silfur kemur fram í málmgrýti ásamt
blýi, sink, kopar og gull, sem finnst í Mexikó,
Perú og Bandaríkjunum. (Sjá mynd af silfri.)
Myndin er af silfri.
Hvernig
silfur er notað:
Silfur var einna af fyrstu málmunum sem maðurinn
hóf að nota. Af eðalmálmum notuðum
í skartgripi er silfur sá sem hægt er að
pússa mestan gljáa á.
Silfur hefur mestu raf- og hitaleiðni af öllum frumefnunum.
Efnið er það mýksta og þjálasta
og er það yfirleitt blandað með öðrum
málmum oftast eir til að fá meiri hörku.
Harka þess er á milli 2,5 og 2,7.
Silfur er notað í skartgripi, við myntsláttu,
við ljósmyndun og í borðbúnað.
Efnablöndur með silfri eru notaðar í lyf.
Annað
forvitnilegt um silfur:
Silfur er frekar óvirkt en efnasambönd sem innihalda
brennistein tæra það frekar hratt. Silfur er
stöðugt í hreinu lofti og vatni, en fær
áfall (missir gljáann) þegar það
kemst í tæri við loft sem inniheldur brennistein.
Eitt
af því sem takmarkar hreint silfur er að það
blandast við brennisteinsagnir í andrúmsloftinu
eins og vetnisúlfíð sem verður að
silfursúlfíð sem er svarta áfallið
á silfrinu.
Heimildaskrá:
Efnafræði
vefur Fjölbrautaskólans við Ármúla.
Vefslóð: http://www2.fa.is/deildir/Efnafraedi/nat123/h02/lotukerfi/h4/Ag.html
Skoðuð: 3. febrúar 2004
Skartgripaverslunin Brilliant Vefslóð: http://www.brilliant.is/silfur/silfur.htm
Skoðuð: 3. febrúar 2004
Námsgagnastofnun Vefslóð: http://www.namsgagnastofnun.is/lotukerfi/Ag
Skoðuð: 3. febrúar 2004
Vefur frumefna. Vefslóð: http://www.webelements.com/webelements/elements/text/Ag/key.html
Skoðað: 3.febrúar 2004
Jón K.F. Geirsson. 1995. “Nafngiftir frumefnanna,
Náttúrufræðingurinn, tímarit
hins íslenska náttúrufræðifélags”.
Náttúrufræðingurinn 64 (4), bls 243-254
Höfundar:
Gunnhildur Ólafsdóttir, Íris Sigurðardóttir
og Sandra Marý Arnardóttir, Nát 123
|