Til baka 
 
 
Gull - Au

 

Sætistala: 79

Atómmassi: 197,0u

Bygging atómsins:

Að frumefnið hafi sætistöluna 79 þýðir að atómið hefur 79 rafeindir á 6
brautum og sama fjölda róteinda í kjarna.
Gull hefur 118 (n°) nifteindir. Sjá eftirfarandi mynd af byggingu atómsins:


Myndin sýnir byggingu gulls atóms.

Bræðslumark: 1064,18 °C

Suðumarkið: 2856 °C

Hvernig nafn gulls er tilkomið:

Um 1500 var gull táknað með sólinni, hún átti að vera einskonar frumefnatákn fyrir gull í stað þess að nota tákn eins og notað er í dag Au fyrir gull (árið 1814). Ekki er vitað nákvæmlea hvaðan nafnið gull er upprunið, en enska orðið “gold” er mjög gamalt orð.

Hvar gull er að finna í náttúrunni:

Efnið finnst aðallega hreint í kvarsæðum. Gull finnst einnig í sjóvatni.


Gull er 16 sjaldgæfasta frumefnið.

Á fornöldum kom mest allt gull frá Egyptalandi en í dag kemur mestur hluti gullsins frá Suður-Afríku, Rússlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu.

Heildarframleiðsla þess frá 1493 til þessa dags er um 3.5 billjón króna virði.

Um 45 prósent af öllu gulli sem til er í heiminum er í eigu ríkja og seðlabanka. Sjá eftirfarandi mynd af gullklumpi:


Gullklumpur

Allri framleiðslunni væri hægt að koma fyrir í teningi sem væri um 15 metrar á hlið.

Hvernig gull er notað:

Notagildi gulls er ekki mikið, en það hefur aðalega verið notað í peninga, skartgripi, tannfyllingar, styttur, verðlauna og skraut gripi.

Gull er yfirleitt blandað kopar við gerð skartgripa, vegna þess hve það eitt sér er mjúkt.

Gull er sá málmur sem auðveldast er að sveigja og teygja.

Gull leiðir hita og rafmagn vel og tærist ekki auðveldlega.

Hreint gull er 24 karöt. Skartgripir eru oftast úr 14 karata gulli. Algengustu gullblöndurnar eru:

18 kt. (750/1000), þá er 75% gullblöndunnar gull.
14 kt. (585/1000), þá er 58,5% gullblöndunnar gull.
9 kt. (375/1000), þá er 37,5% gullblöndunnar gull.


Annað forvitnilegt um gull:

Frumefnið er staðsett 6 lotu og í flokki B1 sem er í hópi hliðstæðramálma.

Hvar og hvenær gullgerðarlistin varð til er ekki vitað, en hún dafnaði bæði á austur og vesturlöndum

Fyrstu gullgerðarmennirnir voru frá Vesturlöndum og voru Alexsandríubúar um það bil 2 öldum eftir Krist.


Heimildaskrá:

Ralph E. Lapp. Efnið 1968. Almenna Bókafélagið, Ísland

Vísindavefurinn. 2004, 8. feb ”Gull Au 12. mars 2002“ Vefslóð: http://visindavefur.hi.is/?id=2178

Höfundur: Valdimar Á Kjartansson, Nát 123


Fjölbrautaskólinn við Ármúla, febrúar 2004/SK