Sætistala:
80
Atómmassi:
200,59u
Bygging
atómsins:
Róteindir p+ 80 – rafeindir e- 80 – nifteindir
no° 120,59. Elektrónuskipan kvikasilfurs er 2, 8,18,
32,18, 2. (Sjá mynd 1.)
Myndin sýnir byggingu kvikasilfursatóms.
Hvernig
nafn kvikasilfurs er tilkomið:
Kvikasilfur
er eini málmurinn sem enn ber nafn reikistjörnu.
Þessi silfurgljándi málmur er fljótandi
við herbergishita og nafnið Kvikasilfur kemur úr
latneska heitinu Argentum vivum eða “lifandi silfur”.
Efnafræðilega táknið er Hg, það
er skammstöfun úr Hydrargyrum, sem kemur frá
gríska hugtakinu Hydro-Argyros eða “vatns silfur”.
Einn Rómversku guðanna hét Merkúr,
og kemur nafn hans fram í ensku nafni málmsins
og tengir þar saman hreyfanleika málmsins og hlutverk
Merkúrs að vera sendirboði guðanna.
Hvar
kvikasilfur er að finna í náttúrunni:
Kvikasilfur fannst fyrst í egypskum grafhýsum
árið 1500 f.Kr. Kvikasilfur kemur einkum fyrir í
náttúrunni sem steintegundin sinnóber (HpS
– kvikasilfurssúlfíð, e. Cinnabar).
(Sjá mynd 2.) Það finnst hreint, með silfri
eða í málmgrýti. Helstu námur
eru á Spáni og Ítalíu, en einnig
er kvikasilfur numið í Mið-Evrópu, Rússtandi,
N-Ameríku og víðar.
Mynd2. Myndin sýnir sinnóber úr
kínverskri námu.
Hvernig
kvikasilfur er notað:
Það er notað í hitamæli, loftvogir.
Kvikasilfursambönd eru meðal annars notuð í
rafeindariðnaði, í skordýra – og
illgresiseyði og sem litarefni í málningu.
Flest kvikasilfursambönd eru eitruð og eru þar
af leiðandi gufur kvikasilfurs eitraðar. Það
er einnig notað til að búa til kvikasilfurlampa
sem eru úrhleðslulampar með óvirkri lofttegund,
t.d. argoni. Þessir lampar gefa frá sér
bláhvítt ljós og eru notaðir til götulýsingar
og sem háfjallasólir. Kvikasilfur er einnig notað
til tannlækninga sem efnablanda Amalgalm. Þar sem
kvikasilfur er baneitrað forðast menn heldur að
nota það nema nauðsyn beri til. Þannig færist
í vöxt að litað alkóhól sé
notað í hitamæla og plastefni í tannfyllingar,
svo dæmi séu nefnd.
Annað forvitnilegt um kvikasilfur:
Kvikasilfur er eini
málmurinn sem er fljótandi við venjulegt hitastig.
Spánn og Ítalía framleiða 50% af kvikasilfur
fyrir heiminn. Gullgerðarmenn miðalda töldu að
unnt væri að breyta kvikasilfri í gull. Kvikasilfur
er frumefni og því „verður það
ekki til” í náttúrunni heldur myndaðist
það ásamt öðrum frumefnum sólkerfisins
í iðrum stórra sólstjarna einhvern
tíma á árdögum alheimsins. Hins vegar
finnst kvikasilfur, eins og flest frumefni jarðar, oftast
sem efnasamband, nefnilega súlfíðið sinnóber.
Ef við berum saman verð á kvikasilfri og gulli
þá er verð á kvikasilfri gefið upp
sem 178-192 dalir á 34,5 kg flösku, og á
gulli sem 380 dalir á únsu. Þetta þýðir
að gull kostar 13.400 dali kílóið en kvikasilfur
5 dall hvert kg. Miðað við að gengi dals sé
77 krónur kostar gull 1.032 krónur grammið
en kvikasilfur um 40 aura hvert gramm.
Heimildaskrá:
Úr tímariti
hins íslenska náttúrufélags Náttúrufræðingurinn
gefið út 1995. Nafngiftir frumefnanna. Höf.
Greinar: Jón K.F. Geirsson (f. 1952).
http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=3774
Sigurður Steinþórsson, prófessor í
jarðfræði við Hí. Skoðað:
4.2.2004.
http://www2.fa.is/deildir/Efnafraedi/nat123/h02/Lotukerfi/h4/Hg.html
Fjölbrautarskólinn við Ármúla,
október2002/GS, RÁG, SK.
Höfundar: Helga Kristín Magnúsdóttir
og Ingunn Helga Gunnarsdóttir Nát123.
Skoðað: 4.2.2004.
Myndir:
http://www.webelements.com/
1993-2003 Mark Winter [The University of Sheffield and WebElements
Ltd, UK]. 5th February, 2004. Skoðað: 5.2.2004.
Italian Minerals.com
Höfundar:
Pálína Rósinkranz
Theodórsd og Sigmar Svanhólm Magnússon,
Nát
123
|