Sætistala:
54
Atómmassi:
131.30u
Bygging
atómsins:
Röðun rafeinda: 2-8-18-18-8. Sjá nánar
á eftirfarandi mynd:
Myndin sýnir byggingu xenons atóms.
Suðumark: 108,3°C
Bræðslumark: -111,80°C
Eðlismassi: 5,90 g/l
Venjulegt ástand: Gasform
Hvernig
nafn xenons er tilkomið:
Xenon var uppgvötað
12. júlí árið 1898 af Sir William Ramsey
og Morris W. Travers og tilheyrir svokölluðum eðallofttegundum.
Nafnið Xenon er grískt og þýðir
,,ókunnugur”.
Hvar
xenon er að finna í náttúrunni:
Mjög lítið er að finna af xenon í
náttúrunni og er hluti þess í andrúmsloftinu
aðeins um 0,000009% eða einn á móti 20
milljónum.
Hvernig
xenon er notað:
Frumefnið xenon er bæði lyktar og litlaust. Efni
þetta er lítið notað vegna þess hve
mikið það kostar og lítið er af því,
en aðallega er það notað í allskyns
ljósabúnaði, og þá helst í
flass perum í myndavélum, og svo öðrum
kraftmiklum lömpum. Núna nýlega hafa vísindamenn
byrjað að kanna eiginleika þess sem deyfilyfs
í lækningum. Ljósaperur sem innihalda xenon
gefa frá sér náttúrulegra ljós
og endast lengur en venjulegar perur, þær eru þó
t.d. um það bil fjórum sinnum dýrari
en halogen ljósaperur. Hugsanlega verður þetta
gas notað sem eldsneyti á nýjar svokallaðar
Ion vélar í geymförum sem ætluð
eru til langferða.
Annað forvitnilegt um xenon:
Lengi vel var talið að xenon gæti ekki myndað
efnasambönd en nú hefur verið sýnt fram
á í rannsóknarstofum að það
sé rangt, það hefur meira að segja tekist
að mynda xenon i föstu formi við nokkur hundruð
kílóbara þrýsting.
Vísindamenn hafa lengi velt því fyrir sér
hvers vegna svo lítið af Xenoni finnst í andrúmsloftinu
á jörðinni, miðað við t.d. Mars
þar sem lofthjúpur hans inniheldur um 0.08% af
Xenoni. Ein kenningin hljómaði svo að meginþorri
gassins hefði bundist járni í kjarna jarðarinnar,
en rannsóknir þar sem beitt var þrýstingi
sem jafngildir 700.000 sinnum þrýstingi við
sjávarmál og leysigeislum sýndi að
svo var ekki. Enn eru vísindamenn að reyna að
leysa þessa gátu og hafa flestir þeirra siglt
í strand og hafa ekki komið fram neinar aðrar
kenningar þess efnis ennþá.
Heimildaskrá:
Slóð:
http://www.webelements.com
Skoðað: 8. febrúar 2004
Slóð: http://chemlab.pc.maricopa.edu
Skoðað: 8. febrúar 2004
Höfundur:
Sölvi Borgar Sighvatsson,
Nát
123
|