Mangan
(Mn).
Sætistalan er 25
Atómmassinn er 54.938
Eðlismassinn er 7,47 g/cm3
Fast efni við staðalaðstæður
Suðumarkið er 2234 K
Bræðslumarkið er 1519 K
Rafeindahýsing [ Ar ] 3d5 4s2
Það var Johann Gahn í Svíþjóð árið
1774 sem uppgötvaði mangan.
Mangan líkist járni að mörgu
leyti en er þó mun mýkri málmur. Efnið er notað í stálblöndur, málningu og er
mikilvægt í beinum til þess að auka sveigjanleika þeirra og hörku. Án mangans
verða beinin stökk og brothætt. Í líkamanum eru samtals 10-20 mg af mangani. Það
virkjar langa runu margra ensíma sem stjórna m.a. blóðsykri, orkuframleiðslu og
skjarlkirtilsstarfsemi. Eðlilegur beinvöxtur, myndun brjósks og liðvökva er
allt háð nærveru mangans. Líkaminn þarfnast þess einnig við nýtingu B1- og
E-vítamíns.
Einkenni manganskorts lýsir sér sem skortur á samhæfingu vöðva, þrenging
æða, krampar, augnvandamál, heyrnarvandamál, útbrot og skertur vöxtur hárs og
nagla. Einnig verður vart við hækkun kólesteróls, háþrýsting, óreglu á
hjartslætti, pirring, minnistap, vöðvakrampa, skemmdir á brisi, óhóflega
svitamyndun, tannagníst og skjálfta. Manganskortur verður aldrei vegna mataræðis. Aðeins er vitað um eitt slíkt
tilfelli þar sem maður leið mangansskort vegna mistaka í tilraun. Rannsóknir
sýna að fólk með flogaveiki og sykursýki hafa helmingi minni magn af mangan í
líkamanum en heilbrigðir. Einnig hafa rannsóknir sýnt að þeir sem þjást af
þessum sjúkdómum kunni að hafa bót af inntöku mangans hvort sem er í töfluformi
eða í fæðu.
Of mikið mangan
lýsir sér svipað og Parkinsons-veiki: stífir vöðvar, skjálfti, líka þegar
hvílst er, hægar hreyfingar.
Mangan er helst að finna í avókadó, hnetum, fræjum, þara, heilkorni,
bláberjum, eggjarauðu, grænmeti, þurrkuðum baunum, ananas og grænulaufguðu
grænmeti. Sýrueyðandi lyf, mikil neysla mjólkur eða kjöts ásamt miklu af
kalsíumi og fósfóri eru gagnvirk mangan.
Heimildaskrá:
http://www.heilsa.is/baet-m.htm#Mangan
http://www.namsgagnastofnun.is/lotukerfi/Mn.htm
http://www.webelements.com/webelements/elements/text/Mn/key.html