Nát 123

Verkefni um orku
Til baka á aðalsíðu / Verkefni nemenda


 

Markmið:

·        Að nemendur afli sér þekkingar um vetni sem orkugjafa

·        Að nemendur þjálfist í sjálfstæðum vinnubrögðum við öflun upplýsinga og notkun þeirra við lausn flókinna viðfangsefna

·        Að nemendur þjálfist í framsetningu upplýsinga

·        Að nemendur læri að vinna með öðrum

Verkefni:

mbl.is

Forsíða

innlent

 

 

Innlent | Morgunblaðið | 17.11.2003 | 5:30

Vetnisknúin umferð það sem koma skal

 

 

Verkefni ykkar er að fjalla um þessa fullyrðingu og finna út hvaða rök mæla með og á móti henni.

 

 

Framkvæmd:

Við verkefnið verða notaðar aðferðir lausnaleitarnáms, sjá http://www.pbl.is
 

1.      kennslustund:  Myndið 5 manna vinnuhópa. Fjallið um leiðir til þess að vinna að þessu markmiði og hafið í huga sjálfbærra þróun.

·        Hvað er vetni og hvað gerir það að hentugum orkugjafa

·        Hvernig er hagkvæmt að mynda vetni til orkugjafar

·        Hvernig er besta að geyma vetni

·        Kostir og gallar við notkun vetnis sem orkugjafa

·        Vetnisknúin farartæki

Skrifið niður það sem þið vitið um hvert þessara viðfangsefna.  Mikilvægt er að allir nemendur hvers hóps skrifi niður alla punkta sem hópurinn kemur með.  Í þetta verkefni fáið þið 30 mínútur.

 

Hver einstaklingur velur sér eitt af þessum fimm viðfangsefnum sem sérsvið.  Sérfræðingar um hvert þessara viðfangsefna koma saman og bera saman bækur sínar.

 

3.      kennslustund:  (21/4)  Sérfræðingar um viðfangsefnin fimm koma saman og reyna að leita lausna á sínum viðfangsefnum.  Nýtið kennslubókina sem heimild og einnig ljósrit frá kennara.  Sérfræðingar móta 2-3 spurningar sem þeir vilja fá nánari umfjöllun um.  Sýna skal kennara spurningar í lok kennslustundar. 

 

4.      kennslustund:  (26/4)  Sérfræðingur um notkun vetnis sem orkugjafa kemur í heimsókn. Sjá : http://www.gagarin.is/nyorka/index_is.html Vetnisverkefni FÁ  kynnt.  Nemendum gefst kostur á að bera fram spurningar sínar.  Sjá einnig vetnisvef nemenda úr FÁ - en verkefni þeirra var valið sem framlag Íslands í samkeppni ungra vísindamanna sem haldin var í Budapest í september 2003.  Verkefnið fjallar um orkunotkun íbúðarhúss þar sem notaðir eru endurnýtanlegir orkugjafar og umframorka er geymd í formi vetnis. Sjá vef: http://www.fa.is/vetni/

 

5.      kennslustund:  (27/11)  Vinnuhópar koma saman og semja greinargerð um notkun vetnis sem orkugjafa.  Greinargerðin á að vera glærusýning (Power-point) á ensku (4-6 glærur) því við ætlum að kynna verkefnið á erlendri grundu.  Verkefnið er liður í Comeníusar verkefni sem skólinn tekur þátt í og fjallar um vistvæna  ferðamennsku.  Vandið frágang og leggið áherslu á gæði efnis en ekki magn.  Hver hópur getur valið að fjalla um hvaða hluta verkefnisins sem hann kýs, en þó í samráði við kennara.

 

6.      kennslustund:  (28/11)  Vinna við glærur. Myndir teknar í skólastofu.

 

7.      kennslustund:  (29/11)  Ensku kennari kemur í heimsókn og aðstoðar við textagerð. Glærum skilað.  Glærurnar verða til sýnis á netinu á slóðinni: http://www2.fa.is/deildir/Efnafraedi/nat123/v04/orka/

 

Mat:

1.      Spurningar sérfræðihóps (20%)

2.      Greinargerð (60%)

3.      Mæting í kennslustundir (20%)



Fjölbrautaskólinn við ÁrmúlaSigurlaug Kristmannsdóttir, apríl 2004 - Höfundarréttaráminning