Til baka 
 
Argon - Ar

Sætistala: 18

Atómmassi: 39,5 u

Eðlismassi: 1,764 g/cm3

Bræðslumark: -189,35°C

Suðumark: -185,85°C

Bygging atómsins:

Hvernig nafn argons er tilkomið:

Nafnið Argon er upprunalega Grískt, ekki komst ég neinstaðar að því hvar, eða hvernig, þetta nafn kom upp, en það þýðir óvirkur.

Hvar argoner að finna í náttúrunni:

Argon er gastegund, við staðalaðstæður, og var fundið í Skotlandi árið 1894 af Lord Rayleigh og Sir William Ramsay, meir en hundrað árum eftir að Cavendish grunaði og talaði um að það væri í loftinu en andrúmsloftið á jörðinni inniheldur um 0,94% af Argon. Andrúmsloftið á Mars hinsvegar, inniheldur t.d. allt að 1.6% af Argoni. Efnið hefur sömu uppleysanleika og Súrefni og þá yfir tvisvar sinnum meir en Nitur.

Hvernig argon er notað:

Argon er algengust eðallofttegundanna og er mikið notað í daglegu lífi á öllum heimilum landsins því það er notað í ljósperur því það leiðir illa hita og verndar því glóðarþráðinn, einnig er það notað í túbur sem innihalda allskynss efni, t.d. lím og flúor. Efnið er líka notað mikið í iðnaði, það er notað sem einskonar skjöld utan um efni, eins og títanium, þegar verið er að skera það eða logsuða.
Argon er algerlega litarlaust, lyktarlaust og bragðlaust hvort sem það er í gas formi eða fljótandi formi og er ekki þekkt fyrir að mynda sannkallað efnasamband.

Annað forvitnilegt um járn:

Náttúrulegt Argon er samansafnað af þrem ísótópum og aðeins tólf önnur geislavirk ísótóp eru þekkt í heiminum.

Heimildaskrá:

Höfundur: Arnór Halldórsson, NÁT 123


Fjölbrautaskólinn við Ármúla, mars 2005/SK