Til baka 
 
Nikkel - Ni

Sætistala: 28

Atómmassi: 58,6934 u

Eðlismassi: 8,908 g/cm3

Bræðslumark: 1453 °C

Suðumark: 2732 °C

Bygging atómsins:

Nikkel hefur 28 róteindir og 28 nifteindir í kjarna.

Rafeindahýsing: 1s22s22p63s23p63d84s2

Hvernig nafn nikkels er tilkomið:

Nafnið Nickel (nikkel) er komið úr þýsku og þýðir “Gamli Nick” sem er nafn á djöflinum.

Hvar nikkel er að finna í náttúrunni:

Nikkeli er losað út í andrúmsloftið af raforkuverum og úrgangs endurvinnslum. Það fellur svo til jarðar eða felur niður eftir að hafa komist í snertingu við regndropana. Það tekur yfirleitt mjög langa tíma fyrir að fjarlægja nikkel úr nátturunni/andrúmsloftinu. Nikkel getur einnig fundist á yfirborði vatns þegar losun úrgangs er sett út í sjó eða vatn.

Hvernig nikkel er notað:

Efnið hefur verið lengi notað í smámynt sem blanda með kopar, en er einnig notað á ýmsa aðra vegu í málmiðnaði. Nikkel blandað stáli gefur góða tæringarvörn og er því mikið notað í vélarhluta bíla og aðra þá hluti sem mikið mæðir á. Má þar nefna öxla og gíra. Nikkelblöndur eru einnig notaðar í brynvörn stríðstækja. Efnið er notað í rafhlöður og þá aðallega blandað kadmín.

Annað forvitnilegt um nikkel:

Uppgötvað af Axel Fredrik Cronstedt í Svíþjóð árið 1751

Heimildaskrá:

 

Höfundur: Eyrún Eiðsdóttir, NÁT 123

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, maí 2005/SK