Til baka 
 
Súrefni - O

Sætistala: 8

Atómmassi: 16 u

Eðlismassi: 1,429 g/l

Bræðslumark: -218,4°C

Suðumark:
-183,0°C

Bygging atómsins:

Súrefni (Oxygen) er málmleysingi og lofttegund í sjötta flokki og hefur því 6 gildis rafeindir, það er í annari lotu og hefur þar af leiðandi tvö aðalhvolf þar sem rafeindirnar skipast niður, 2 á innra og 6 á ytra. Sjá um byggingu súrefnisatóms á meðfylgjandi mynd.


Myndin sýnir byggingu súrefnisatóms.

Hvernig nafn súrefnis er tilkomið:

Nafnið kemur úr grísku, “oxy genes” sem þýðir sýra og myndun ( “acid” (sharp) and “forming” (acid former)) eða sýru myndari.

Hvar súrefni er að finna og hvernig það er notað:

Súrefni er tvígilt í efnasamböndum. Við yfirborð jarðar og í neðri lögum lofthjúpsins er nær eingöngu tvíatóma súrefni (O2), sem yfirleitt er nefnt súrefni. Í efri hluta lofthjúpsins er einnig einatóma súrefni (O) og þríatóma súrefni eða óson (O3). O2 er lit- og lyktarlaust. Súrefni er 23% af massa lofthjúps jarðar, 86% af massa sjávar og 47% af massa jarðskorpunnar.

Allar lífverur eru gerðar úr súrefnissamböndum og er súrefni nauðsynlegt fyrir öndun þeirra, að loftfælum undanskildum. Um 1,3 * 10 í ellefta veldi tonn af súrefni losna ár hvert við ljóstillífun plantna.

Súrefni er mikið notað í málm og efnaiðnaði.

Annað forvitnilegt um súrefni:

Súrefni var uppgötvað af Priestley 1774 og er algengasta frumefni á jörðinni.

Heimildaskrá:

Íslenska alfræði orðabókin, Örn og Örlygur 1990.
Dictionary.com

Höfundur: Viggó M. Sigurðsson, NÁT 123


Fjölbrautaskólinn við Ármúla, apríl 2005/SK