Til baka 
 
Fosfór - P

Sætistala: 15

Atómmassi: 31 u

Bygging atómsins:

  • Fjöldi róteinda í kjarna atómsins er 15.
  • Fjöldi nifteinda í kjarna atómsins er 16.
  • Fjöldi rafeinda umhverfis atómsins er 15. Rafeindirnar eru á 3 hvolfum.
    • 1 hvolfi eru 2 rafeindir
    • 2 hvolfi eru 8 rafeindir
    • 3 hvolfi eru 5 rafeindir

      Rafeindaskipan : 1s2, 2s2 2p6, 3s2 3p3

Hvernig nafn fosfórs er tilkomið:

Nafnið er komið frá Grikkjum Phosphorus og þýðir ljósberi sem er einnig gamalt nafn fyrir plánetuna Venus.

Hvar fosfór er að finna í náttúrunni:

Fosfór er hluti af málmleysingjunum í lotukerfinu og eru til nokkrar tegundir af fosfór en hvítur og rauður fosfór eru algengustu tegundirnar.

Fosfór finnst ekki einn og sér í nátturunni en er víða fundið í sameingu með öðrum steinefnum. Stórar námur finnast í Rússlandi, Marókko, Bandaríkjunum og á fleiri stöðum á jörðinni.

Hvernig fosfór er notað:

Fosfór er lífsnauðsynlegur fyrir allt líf bæði jurta og dýralíf þar sem hann er að finna í DNA. Þótt fosfór er að finna í hverri einustu frumu líkamans er þó aðalverkefni hans að hjálpa til að búa til og viðhalda tönnum og beinum ásamt kalki. Við innbyrgjum að meðaltali 1 gramm á dag en geymum u.þ.b. 750 grömm af honum í líkamanum.

Fosfór er víða notaður en einna helst í áburði fyrir landbúnað og þaðan sem við þekkjum hann helst er utan á eldspýtnastokkum þar sem rauður fosfór er blandaður saman við mulið gler.Hann er t.d. notaður í skordýraeitur, flugelda, reyksprengjur, hreinsiefni, kemur í veg fyrir tæringu á hinum ýmsum málmum og ýmislegt annað.

Fosfór er notað í áburðarefni og getur valdið mengun í jarðvegi, ám og vötnum.
Ef fosfór kemst í ár og vötn getur hann valdið ofvexti af þörungum sem ræna vatnið af súrefni sem þarf til að viðhalda eðlilegum dýra og gróðurlífi.

Evrópustaðall leyfir 50 mg/kg af fosfór í áburði en áburður á íslenskum markaði er langt undir þessum mörkum 1-5 mg/kg af fosfór.

Annað forvitnilegt um fosfór:

Frumefnið var uppgötvað af Henning Brant árið 1669. Einangrað í Hamborg, Þýskalandi.

Hvítur fosfór er vaxkennt efni við herbergishita sem glóir í myrkri og ætti að vera geymdur undir vatni þar sem hann er óuppleysanlegur en í snertingu við súrefni í herbergishita kveiknar sjálfkrafa í honum. Snerting við húð getur valdið alvarlegum brunasárum.

Rauður fosfór fæst með því að hita varlega hvítan fósfór upp í 250 gráður celsíus í lofttæmdu umhverfi . Rauður fosfór er púðurkenndur, glóir ekki í myrkri, ekki eitraður en ætti að meðhöndlast mjög varlega því við ákveðið hitastig getur hann umbreyst og valdið eitraðri uppgufun.

Hvítur fosfór er mjög eitraður 50 gr er talinn vera lífshættulegur skammtur

Heimildaskrá:

www.chemsoc.org. Skoðað þann 23.febrúar 2005.
www.findarticles.com. Skoðað þann 26. febrúar 2005.
www.visindavefur.is. Skoðað 26.febrúar.2005
www.periodictable.com. Skoðað þann 20.febrúar 2005

Höfundur: Sigurrós I Sigurbergsdóttir, NÁT 123


Fjölbrautaskólinn við Ármúla, mars 2005/SK