Sætistala: 82
Atómmassi: 207,2 u
Eðlismassi:
1,764 g/cm3
Bræðslumark:
327,46 °C
Suðumark: 1749 °C
Bygging
atómsins:
Bygging atómsins: Rafeindauppröðun: -32-18-4,
atómið myndar Pb2+jón.
Hvernig
nafn blýs er tilkomið:
Efnafræðingar töldu að blý væri
elsti þungamálmurinn og tengdu nafn þess
Satúrnusi, því blý er þungamálmur
og mönnum virtist Satúrnus hreyfast hægt.
Hvar
blý er að finna í náttúrunni:
Blý finnst
í náttúrunni en í mjög
litlu magni. Það er í flestum bergtegundum,
jarðvegi og í seti hafsins. Blý er líka
snefilefni í sjó sem þýðir
að styrkur þess í upplausn er mjög
lítill.
Hvernig
blý er notað:
Ólíkt
mörgum öðrum mengunarefnum finnst blý
oft inni á heimilum, til að mynda í málningu,
ryki, drykkjarvatni og ílátum úr keramiki
og kristalgleri. Enn fremur finnst blý í sumum
hlutum sem tengjast tómstundaiðju, svo sem lóðum
sem notuð eru við stangveiði, í snyrtivörum
og jafnvel heilsufæði og leikföngum. Í
gömlum húsum, sem voru máluð áður
en reglugerðir um leyfilegt magns blýs voru settar,
er hætta á að blý sé í
málningu.
Samkvæmt
reglugerðum frá umhverfisráðuneytinu
er skylda að hafa nákvæmt eftirlit með
blýmagni í öllum þeim fyrirbærum
sem talin voru upp hér að ofan.
Annað
forvitnilegt um blý:
Blý
(Pb) er bláhvítur gljáandi málmur
sem hefur sætistölu 82 í lotukerfinu.
Atómmassinn er 207,2.
Blý
er mjúkt, meðfærilegt og auðvelt að
móta í þynnur eða víra. Það
er lélegur rafleiðari af málmi að
vera, tærist seint en missir gljáa í
snertingu við andrúmsloft.
Bræðslumark blýs er við 327,46 °C
og suðumarkið við 1749 °C.
Blý
er eitt frumefnanna en svo nefnast þau efni sem öll
önnur efni eru samsett úr. Samkvæmt vísindum
nútímans eru stöðug frumefni 90 talsins.
Blý
telst til þungmálma en dæmi um aðra
þungmálma eru kvikasilfur og kadmíum.
Þungmálmar eyðast ekki úr líkamanum
heldur safnast þar fyrir. Svokölluð líffræðileg
mögnun getur átt sér stað ef blý
kemst í umhverfið, til dæmis með úrgangi
frá iðnaði. Þá kemst það
í lægstu þrep fæðukeðjunnar,
til dæmis úr vatni í þörunga
sem síðan eru étnir af smásæjum
frumdýrum. Með hverjum skammti af þörungum
berst smáskammtur af blýi inn í hvert
frumdýr og þannig magnast styrkur blýsins
í frumdýrum miðað við styrk þess
í þörungum. Frumdýrin eru síðan
étin af litlum fiskum og þeir svo af stærri
fiskum sem geta á endanum lent í maga okkar
mannanna. Þannig magnast styrkur blýs eftir
því sem ofar dregur í fæðukeðjunni
og getur að lokum orðið það mikill
að það valdi eitrun í mönnum.
Til
er fjöldi reglugerða sem takmarka leyfilega notkun
blýs og greina frá hámarksskömmtum
af því í til dæmis neysluvatni,
andrúmslofti, matvælum, efnum sem snerta matvæli
(svo sem plasti og leir), lyfjum, úrgangi (til dæmis
frá iðnaði og landbúnaði), í
fiskeldi, eldsneyti, rafgeymum, rafhlöðum og í
leikföngum.
Ólíkt mörgum öðrum mengunarefnum
finnst blý oft inni á heimilum, til að
mynda í málningu, ryki, drykkjarvatni og ílátum
úr keramiki og kristalgleri. Enn fremur finnst blý
í sumum hlutum sem tengjast tómstundaiðju,
svo sem lóðum sem notuð eru við stangveiði,
í snyrtivörum og jafnvel heilsufæði
og leikföngum. Í gömlum húsum, sem
voru máluð áður en reglugerðir
um leyfilegt magns blýs voru settar, er hætta
á að blý sé í málningu.
Samkvæmt
reglugerðum frá umhverfisráðuneytinu
er skylda að hafa nákvæmt eftirlit með
blýmagni í öllum þeim fyrirbærum
sem talin voru upp hér að ofan.
Heimildaskrá:
http://www2.fa.is/deildir/Efnafraedi/nat123/v03/lotukerfi03/index.html
http://visindavefur.hi.is/?id=2222
Höfundur: Guðbjörn S.
Egilsson , NÁT 123
|