Til baka 
 
Blý - Pb

Sætistala: 82

Atómmassi: 207 u

Bygging atómsins:

Hvernig nafn blýs er tilkomið:

Hvar blý er að finna í náttúrunni:

Hvernig blý er notað:

Blý hefur verið notað í málningu, skotfæri, pípur, rafgeyma í bílum, það leiðir rafmagn ekki vel svo það er notað utan um rafkapla o.fl. Ef þú reynir að lyfta tölvuskjánum þínum þá muntu finna að hann er fáránlega þungur, þ.a.e.s ef það er ekki flatskjár. Blýi er bætt í skjágler og myndavélalinsur og því um líkt til að bæta skerpuna.

Annað forvitnilegt um blý:

Blý er efni sem allir þekkja og mannkynið hefur nýtt sér frá örófi alda. Það er mjúkur málmur sem tærist ekki auðveldlega, frárenslislagnir úr blýi í Rómarborg frá tímum fornrómverja eru enn í notkun þó svo aðrennslislagnirnar séu það vonandi ekki en því er stundum haldið fram að rómarveldi hafi hrunið vegna blýeitrunar. Á okkar tímum hefur blý verið notað til að hækka oktantölu bensíns en það er að sjálfsögðu bannað í dag sökum þess hversu hættulegt blý getur verið lífríkinu.

Ef við öndum að okkur blýögnum í miklum mæli geta afleiðingarnar verið leiðinlegar. Áhrif á taugakerfið koma fram sem pirringur, ofskynjanir, skortur á framkvæmdagleði, lítill samstarfsvilji, höfuðverkur, svefntruflanir, ruglingur og jafnvel dauðadá. Það þyrfti nú samt hellingsmagn til þessa og það er ekki algengt að fullorðið fólk verði fyrir þó ekki sé nema vægri eitrun, börn eru jú í eitthvað meiri hættu.

Í mannslíkamanum er að meðaltali að finna 120 millígrömm af blýi í beinunum

Heimildaskrá:

 

Höfundur: Valtýr Sigurðsson, NÁT 123

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, maí 2005/SK