Sætistala: 30
Atómmassi: 65,37 u
Eðlismassi:
7,13
g/ml
Bygging atómsins:
Elektrónuskipan þess er 2-8-18-2.
Hvernig
nafn sinks er tilkomið:
Sink var þekkt í Kína og Indlandi fyrir
árið 1500, en Grikkir og Rómverjar þekktu
það þó meira en 20 árum fyrir
Krist (þá sem kopar-zinc alloy brass).
Í Evrópu uppgötvuðu menn efnið
seinna, og var nafnið þá dregið af
þýska orðinu “Zink”.
Myndin
er af zink plötu
Hvar
sink er að finna í náttúrunni:
Ekki þarf
að vinna sink á rannsóknarstofum. Sink
er oftast með brennisteini (S), og er svo hreinsað
í iðjuverjum. Kolefni eru notuð til að
vinna efnin í sundur, svo sinkið valdi ekki brannisteinsmengun.
Hvernig
sink er notað:
Sink
tilheyrir hópi mjúkra málma, er bláleitt
og tvígilt í efnasamböndum. Það
er einkum notað til að húða járn
og stál til varnar tæringu. Það er
einnig notað í málmblöndur eins og
látún og leturmálm. Vegna þess
hve sinkframleiðsla er dýr einskorðast hún
við hátæknivædd iðnríki
og nær framleiðslan um 7 milljónum tonna
á ári.
Sink
er einnig notað í t.d. málningu, snyrtivörur
og smyrsl. Þá er sinkhvíta, sem er hvítt
litarefni, framleitt með glæðingu á
sinki eða sinkblendi, svo leyst upp í þynntum
sýrum og bösum.
Sink er nauðsynlegt snefilefni í lífverum.
Mannslíkaminn innbyrðir um 2,5 gr. af Sinki á
hverjum degi. Sinkskortur getur valdið hörgulsjúkdóm
vegna ónógs sinkmagns í fæði,
eða vegna arfgengs galla sem kemur í veg fyrir
eðlilega upptöku sinks úr fæðu;
veldur blóðleysi og því að sár
gróa seint.
Margar
plöntur fá alls ekki nægilega mikið
sink úr venjulegum jarðvegi.
Heimildaskrá:
Íslenska
Alfræðiorðabókin,
Google.com.
Höfundur: Sigríður
Þyrí Pétursdóttir, NÁT 123
|