Erfðafræði – verkefnapróf 1
Meðfylgjandi er erfðalykillinn
Nafn:

 

LÍF 203

 

1. okt. 2003

 

  1. (10%)  Skilgreindu eftirfarandi hugtök, það er segðu hvað þau merkja:

 

    1. Purín og pyrimidín

 

 

 

    1. Kirni

 

 

 

    1. Arfhreinn

 

 

 

    1. Samsæt gen

 

 

 

    1. Samstæðir litningar

 

 

 

 

  1. (10%)  Gerðu grein fyrir hlutverkum:

 

    1. Mítósu

 

 

 

 

 

 

    1. Meiósu (tvö hlutverk)

 

 

 

 

 

 

3.      (5%)  Ef í tvílitna frumu eru 14 litningar, hve margir verða litningar í hverri afkvæmisfrumu:

    1. Ef fruman skiptir sér með meiósu?

 

    1. Ef fruman skiptir sér með mítósu?

 

4.      (10%) Berðu saman afritun DNA og umritun RNA eftir DNA á eins nákvæman hátt og þér er unnt.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  1. (10%)  Gerðu stutta grein fyrir hlutverki mRNA og tRNA við prótínmyndun.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  1. (10%)  Fylltu út í þessa töflu þá niturbasa og amínósýrur sem vantar:

 

 

 

 

 

 

 

 

G

 

 

 

 

 

Tvívafinn DNA-gormur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

A

C

T

 

 

 

 

 

 

 

C

A

U

 

 

Umritað mRNA

 

 

 

G

A

U

 

 

 

 

 

 

Viðeigandi tRNA andtákni

Meþíónín



 

 

Amínósýrueiningar í prótíni

 

 

 

7.      (20%) Undrablóm með arfgerð R//R ber rauð blóm en arfgerð r//r ræður hvítum blómum.  Arfblendnar plöntur bera bleik blóm. 

    1. Ef annað foreldrið (P) ber hvít blóm, hitt rauð, hvernig verður litur blómanna á þessum plöntum og í hvaða hlutföllum hjá afkomendunum (F1)?





    1. Ef æxlað er saman tveimur einstaklingum af kynslóð F1, hvernig verður litur blómanna og í hvaða hlutföllum hjá afkomendunum (F2)?




    2. Ef æxlað er saman einstaklingi af kynslóð F1 og rauðblómaplöntu, hvernig verður litur blómanna og í hvaða hlutföllum hjá afkomendunum?




    3. Ef æxlað er saman einstaklingi af kynslóð F1 og hvítblómaplöntu, hvernig verður litur blómanna og í hvaða hlutföllum hjá afkomendunum?





8.      (5%)  Á meðfylgjandi ættartöflu er dóttir, auðkennd með lituðum, kringlóttum fleti, heyrnarlaus og heyrnarleysið er víkjandi.  Hvaða líkur eru  á því að bróðir hennar (auðkenndur með ólituðum ferningi í neðri röð) sé arfblendinn um heyrnarleysisgenið?  Skrifaðu arfgerðir allra í fjölskyldunni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


9.      (10%) Fjórum ungbörnum var fyrir handvömm ruglað saman á fæðingardeild.  Sem betur fer voru engin tvö af sama ABO-blóðflokki; eitt var A, annað B, hið þriðja AB og hið fjórða O.  Finnið réttu foreldra allra barnanna ef foreldrar voru sem hér segir:

 

    1. AB og O

    2. A og O

    3. A og AB

    4. O og O

 

10. (10%) Achondroplasia er fágætt afbrigði af dvergvexti meðal manna.  Þessi kvilli ræðst af einu, stökkbreyttu geni.  Hjón, bæði með achondroplasiu, eignast tvö börn og er annað dvergur en hitt með eðlilega líkamshæð.

    1. Er svipgerðin ríkjandi eða víkjandi?  Rökstyðjið svarið.





    1. Hvaða líkur eru á að þriðja barn hjónanna verði eðlilegt?

 


Fjölbrautaskólinn við Ármúla, ©Sigurlaug Kristmannsdóttir - Höfundarréttaráminning