Lyf sem valda ofskynjunum: Lýsergíð (lýsergsýrudíetýlamíð: L.S.D)Lýsergíð (LSD) var upphaflega framleitt árið 1938 í þeirri von um að það hefði örvandi verkun á miðtaugakerfið líkt og áður þekkt örvandi efni. Sami maður og framleiddi lýsergíð fann um það bil fimm arum sienna að það hefði í litlum skömmtum annarlega verkun á miðtaugakerfið. Eftir töku lýsergíðs verður fyrstu einkenna vart u.þ.b. 15-30 mín. síðar. Blóðþrýstingur hækkar, líkamshiti hækkar, tíðni hjartsláttar eykst, öndunartíðni eykst, klígja kemur fyrir, víkkun sjáaldra, skjálfti og doði, ósamræmi í hreyfingum og kvíði eða spenna. Víma af völdum lýsergíðs einkennist venjulega af vellíðan, en ríkjandi eru þó hugsanaflug, ýmis konar skynbrenglanir eins og brenglað tímaskyn (tíminn líður seinna) og fjarlægðarskyn. Heyrnin verður skarpari en langmest áberandi eru þó brenglaðar sýnir s.s. í litum, formi hluta og útliti eigin líkama. Menn telja sig geta samlagast öðru fólki, umhverfinu, náttúrunni eða jafnvel alheiminum í þeim mæli sem annars er með öllu ógerlegt. Ef lýsergíðvíman fer úr böndunum fær hlutaðeigandi oft ,,ekta” rangskynjanir (glatar skilningi á því hvers vegna hann er í þessu ástandi) og fyllist ótta, hræðslu, jafnvel ofsahræðslu og ofsóknarkennd og fer að hegða sér afbrigðilega eins og hann væri haldinn geðveiki, sérstaklega geðklofa. Endurhvarf eða ,,flashback” er furðulegt fyrirbæri sem þekkist eftir töku lýsergíðs. Það er þannig að verkun lýsergíðs hverfur til neytandans löngu eftir að það hefur skilst út og án þess að það sé tekið á ný. Algengustu einkennin eru brenglaðar sýnir. Ef mólikúlgerð lýsergíðs
er skoðuð má sjá viss líkindi með lýsergíði
og boðefninu serótónín. Verkun lýsergíðs
í miðtaugakerfinu tengist með einhverjum hætti verkunum
serótóníns og meginverkun þess virðist vera
að draga úr losun serótóníns úr
taugungum.
Önnur efni eru til með lýsergíðlíka
verkun. Psílócín (myndast út frá psílócýbíni
í líkamanum) verkar að mestu eins og lýsergíð
en er 100-200 sinnum veikara. Psílócín er enn líkara
serótóníni að gerð heldur en lýsergíð.
Meskalín er einna þekktasta efnið með lýsergíðlíka
verkun en er um 4000 sinnum veikara. Meskalín má hins vegar
líta á sem afbrigði af dopamíni og það
hefur sumar verkanir sem minna á verkanir noradrenalíns og
dópamíns, enda þótt víma af völdum
meskalíns sé sams konar og af völdum lýsergíðs.
Höfundar verkefnis og vefarar: Guðbjörg Hulda Einarsdóttir, Hólmfríður Ásta Pálsdóttir og Sólveig Ósk Aðalsteinsdóttir. Uppfært: apríl 2001
|