Til baka
 
 
Örvandi lyf
Örvandi lyf er samheiti yfir þau lyf sem örva starfsemi miðtaugakerfisins. Þessi lyf hafa verið notuð lengi og er það ekki skrýtið þar sem mörg þeirra finnast í náttúrunni. Frægasta örvandi lyfið er án efa koffein en það er t.d. í kaffi, tei og kóladrykkjum en þar sem neysla þess hefur lítil sem engin vandamál í för með sér, þ.e. verkunin er væg, er það leyft um mest allan heim og fæstir líta á það sem lyf. Önnur efni í þessum flokki eru t.d. kókaín og amfetamín sem ég  ætla einmitt að fjalla sérstaklega um.

Kókaín
Almennt: Kókaín er framleitt úr blöðum plöntu sem nefnist Erythroxylon coca en hún vex helst í austurhlíðum Andersfjalla, einkum í Perú og Bólivíu. Í mörg hundruð ár hafa indíánar í þessum héruðum tuggið blöðin sér til hressingar. Þessi notkun þeirra olli þeim engum sérstökum vandræðum þar sem þeir hafa fengið tiltölulega lítið af efninu með þessari aðferð en það dugði samt til að slá á hungur og hjálpa þeim að komast af í súrefnissnauðu umhverfi. Vandamálin byrjuðu ekki fyrr en menn fóru að ná því hreinu úr plöntunni um miðja 19. öld. Það var mikið notað sem staðdeyfingarlyf til að byrja með og svo var það notað við geðlækningar. Kókaín var meira að segja sett í hressingardrykki eins og Coca cola. Þetta varð til þess að notkun jókst og rétt fyrir upphaf fyrri heimstyrjaldarinnar voru settar takmarkanir á notkun og dreifingu. Aðalframleiðslulöndin í dag eru Bólivía, Ekvador, Perú, Brasilía og Kólumbía. 
Efnið:Cocain hydrochlorið er hvítt kristallað duft sem er oftast blandað öðrum efnum á ,,almennum” markaði. Hægt er að neyta þess með því að soga það upp í nefið, oft með heróíni til að draga úr örvandi áhrifum. Crack er efni sem er unnið úr kókaíni með því að losa það frá saltsýruhlutanum með því að blanda það við ether og hita það. Crack er reykt. Með þessu móti fer mikið af kókaíni út í blóðið og getur það verið stórhættulegt. 
Áhrif: Kókaín verkar bæði á heila og líkama. Í heilanum hindrar það upptöku taugaboðefnanna dópamíns og noradrenalíns og eykur einnig þéttni dópamín viðtökutækja taugafrumanna. Í líkamanum eykur það magn adrenalíns og noradrenalíns í blóðinu og magnar bæði hvetjandi og letjandi áhrif á líffærin. Einnig gerir það vefina næmari fyrir áhrifum catecholamína ( samheiti yfir adrenalín og noradrenalín ). Kókaín eykur einnig súrefnisþörf hjartans. Þegar kókaín er tekið í smáum skömmtum hefur það eftirfarandi áhrif:
a) Veldur gervivellíðan sem stafar af örvandi áhrifum dópamíns á miðtaugakerfið.
b) Örvar miðtaugakerfið sem birtist í aukinni skerpu og viðbragðsstöðu sem stafar af auknum sympaticus tonus ( boðfluttningur með sympatíska taugakerfinu ) í miðtaugakerfinu. Af þessu leiðir svo bælin á draumsvefni, hungurtilfinningu, útvíkkun sjáaldra, aukinn öndunarhraði og auknar vöðvahreyfingar ( jafnvel smá krampa ).
c) Ef um litla skammta er að ræða hefur það áhrif á vagustaugina og hægir þar með á hjartslætti en meðalskammtar framkalla örvun á hjartslætti og samdrátt í æðum og þar af leiðandi hækkar blóðþrýstingur. Líkamshitinn hækkar vegna aukinnar starfsemi vöðvakerfisins og eru einni uppi þær hugmyndir að kóakín hafi áhrif beint á þær stöðvar í heilanum sem stjórna líkamshitanum.
Þegar kókín er tekið í stórum skömmtum hefur það eftirfarandi áhrif:
a) Skjálfta í vöðvum, breytingu á heilaafriti og aukning á sinaviðbrögðum. Einnig örvast oft vasamótor- og uppsölustöðvar og veldur það uppköstum. Ótti, ofsahræðsla, mikill óróleiki og spenna myndast hjá einstaklingum. Svefnleysi er mjög algengt en langvarandi svefnleysi veldur oft geðtruflunum. Stundum kemur fram ástand sem líkist geðklofa. Fljótlega verður slæving á miðtaugakerfinu og ef stöðvarnar í medulla oblongata slævast getur það orðið banvænt vegna öndunarlömunar.
b)  Bein áhrif kókaíns á hjartað og æðakerfið birtast í hjartsláttartruflunum og getur það leitt til dauða vegna beinna lamandi áhrifa efnisins á hjartað.
Ef menn hætta að taka kókaín getur mjög djúpt þunglyndi komið fram og mikil þörf til að sofa. Margir þeirra sem nota kókaín verða ófærir um að finna til vellíðunar þ.e. verða ,,anhedoniskir”.

Amfetamín
Almennt: Amfetamín er efnafræðilega unnið og var fyrst búið til árið 1887. Menn fóru hins vegar ekki að nota það sem lyf fyrr en 1935 og er enn gert í dag. Lyfið var aðalega notað við ýmiskonar geðdeyfð, athafna- og framkvæmdarleysi, hugsreitu og megrun. Hættan á ávana og fíkn varð til þess að dregið var mikið úr notkun lyfsins og í dag er það aðalega notað við drómsýki og stundum gefið ofvirkum börnum þó reynt sé að forðast það í lengstu lög.
Áhrif: Amfetamín verkar á miðtaugakerfið með losum þriggja boðefna úr taugungum, þ.e. noradrenlín, dópamín og serótónín. Örvunin er talin stafa af noradrenalíninu, fíknin vegna losunar dópamíns og viðbrögð sem minna á geðveiki virðast vera vegna losunar á serótóníni ásamt dópamíni. Þegar amfetamín er tekið finnur manneskjan fyrir minnkun á matarlyst, örvun á öndun og starfsemi hjarta og blóðrásar og starfsemi heilans fer á fullt. Sumir fá rangskynjanir ( oftast heyrnaskynjanir ) og ranghugmyndir ( ofsóknarkennd ). Menn sem verða fyrir þessu fara að hegða sér afbrigðlega og geta unnið sjálfum sér og öðrum tjón. Ástand einstaklingsins minnir oft á geðklofa. Þol myndast gegn efninu og þurfa þeir sem eru háðir því allatf að vera að stækka skammtana. Þeir sem hætta að taka efnið finna fyrir þreytu, langvarandi og órólegum svefn, mikið hungur og deyfð. Mikið af efnum hefur verið framleytt út frá amfetamíni og líkjast sum þeirra LSD að nokkru.



Höfundar verkefnis og vefarar: Guðbjörg Hulda Einarsdóttir, Hólmfríður Ásta Pálsdóttir og Sólveig Ósk Aðalsteinsdóttir.
Uppfært: apríl 2001