SLÆVANDI
LYF
Þegar verið er að tala um slævandi
lyf, er átt við lyf sem draga úr starfsemi miðtaugakerfisins(t.d.hreyfingum,
skynjun eða vökvavitund). Slævandi lyf er samheiti
yfir 4 undirflokka sem hafa svipuð áhrif en missterk og með
mismunandi verkunarsvæði. Þessa undirflokka má
sjá hér fyrir neðan en undir þá falla svo
enn aðrir flokkar.
Róandi lyf og svefnlyf
Svæfingalyf
Sterk verkjadeyfandi lyf
Sefandi lyf
RÓANDI LYF OG SVEFNLYF
Lyf í þessum flokki valda í
flestum tilfellum róun þ.e. einstaklingurinn hreyfir sig minna,
hann er sljór og máttlaus (þreklítill).
Ef lyfin eru tekin inn í stærri skömmtum veldur það
svefni. Viðkomandi er sofandi en þó ekki það
fast að ekki sé hægt að vekja hann. Lyfin eru
þó ekki hættulaus, svefninn og róunin er óeðlileg
og ekki lík eðlilegri afslöppun eftir erfiðan dag.
Verkunin er á taugamót
og að því er virðist vítt og breitt í
miðtaugkerfinu, þá ekki síst í heilastofni.
Ef viðkomandi tekur lyfið inn í lengri tíma hætta
þau að hafa áhrif nema skammturinn sé aukin.
Sé lyfjagjöf hætt veldur það fráhvarfseinkennum,
sem lýsa sér þver öfugt við lyfjagjöfina,
s.s órói, kvíði, svefnleysi eða svefntruflanir
og jafnvel krampi.
Til að útskýra verkun
róandi lyfja eða svefnlyfja betur, er hér á eftir
tekið fyrir eitt lyf sem er mjög einkennandi fyrir lyf í
þessum flokki. Það er díazepam, sem
er benzódíazepínsamband, notað til róunar
og til að ná svefni. Lyfið er frekar ungt og tók
við af barbitúrsýrusamböndum (fenemal t.d.).
Ólíkt eldri lyfjum hefur
díazepam minni áhrif á tiltekna hluta heilastofns
og eykur einnig verkun á hamlandi boðefni.í miðtaugkerfinu,
sem heitir gamma-amínósmjörsýra (GASS). GASS
kemur fram í taugamótum og verkar á viðtæki
sem eru fjærmegin við taugamótin. Það
gerir það að verkum að innflæði klóríðjóna
eykst í frumuna (sem er neðar í miðtaugakerfinu þ.e.
fjarmegin). Við aukið innstreymi klóríðjóna
í frumuna flæðir natríum út úr henni
og boðefnin,sem komu taugaboði af stað, hætta að
virka á frumuna.
Í sumum tilfellum virkar díazepam
örvandi þ.e. það veldur hömlun á hamlandi
boðefnum og getur það stundum leitt til árásargirni
hjá sjúklingi. Viðkomandi verður ,,ónæmur"
fyrir kvíða og þunglyndi og telur sig geta allt og lætur
ekkert hindra sig. Lyfið er því stundum notað til
að lækna hugstreitu.
Sem svefnlyf veldur díazepam
óeðlilegum svefn, eins og áður var minnst á.
Til að skilja betur hvað við er átt er best að sjá
muninn á eðlilegum svefn og svefn af sökum lyfsins.
Ef heilbrigður einstaklingur sofnar byrjar hann á því
að sofa sléttum svefn sem varir í nokkra tíma.
Þá tekur við hjúfur svefn (draumsvefn), þar
sem einstaklingurinn byltir sér og jafnvel talar eða gengur
í svefni. Þetta gengur svo sitt á hvað og
oftar því sem á líður. Talað er
um að 2/3 svefns sé sléttur svefn en 1/3 hrjúfur.
Aftur á móti þegar einstaklingur, sem tekið hefur
inn svefnlyf, sofnar er hrjúfi svefninn miklu styttri og sjaldnar
en slétti svefninn varir lengur þannig að heildarsvefntími
mannsins verður lengri.
Díazepam veldur, eins og önnur
róandi og svefnlyf, fráhvarfseinkennum en ekki er talað
um að lyfið sjálft hafi ávanabindandi áhrif
á líkamann.
STERK VERKJADEYFANDI LYF
Þegar talað er um verkjadeyfingu
er átt við að sjúklingurinn finni minna til en ella.
Lyfin hamla þar af leiðandi bæði sársaukaskynjun
og viðbrögðum við sársauka. Jafnframt því
verka sterk verkjastillandi lyf á allan líkamann í
miklu mæli hvar svo sem sársaukinn er. Til að sjá
hvernig lyf af þessarri gerð virka er best að taka lyfið
morfín,
sem dæmi enda er það langmest notaða og best þekkta
lyfið af þessari gerð og mjög einkennandi.
Morfín er unnið úr
ópíumsvalmúa (papaver somniferum), sem er aðallega
ræktaður í Asíu. Ópíumsafinn,
sem er í blóminu, er þurrkaður og verður við
það brúnn eða svarleitur klumpur og er morfínið
unnið úr honum. Lyfið er í flokki alkalóíða,
sem er vægur plöntubasi með þrígilt köfnunarefni.
Jafnframt því sem lyfið
dregur úr sársauka, hefur það einnig róandi
og svæfandi áhrif en veldur oft miklum aukaverkunum s.s klígju,
uppköstum, sljóleika, samdrætti í sjáöldrum
og vanlíðan svo dæmi sé tekið. Morfínið
verkar samt mismunandi á einstaklinga og getur valdið mikilli
vellíðunartilfinningu hjá sumum einstaklingum og er það
eitt af orsökunum fyrir því hvað það er
ávanabindandi. Reynt hefur verið að komast hjá
öllum aukaverkunum og fíkninni með því
að útbúa lyf lík morfíni en hingað
til hefur það verið með misheppnuðum árangri
og er heróínið eitt þeirra lyfja. Það
versta við þessi lyf eru þó fráhvarfseinkennin,
sem byrja 8-12 klst. eftir að lyfið er tekið og ná hámarki
eftir 2-3 sólarhringa.
Á mörgum stöðum
í miðtaugakerfinu, þá helst í mænu
og mænustofni en einnig í miðheila og milliheila er að
finna fjöldann allan af sérhæfðum morfínviðtækjum,
sem eru staðsett nánar til tekið í eða við
taugamót. Við morfínviðtækin er að
finna peptíð (morfínpeptíð) sem eru misjöfn
af stærð en með sömu verkun og morfín.
Í mænu er peptíðið, boðefni, í sköftum
millitauga sem mynda skaft-skaft taugamót við sköft taugafruma
(þeirra sem sjá um að flytja sársaukaboðin
í aftanverða mænuna). Þessi skaft- skaft taugamót
eru staðsett nærmegin við skaft-bol taugamót, á
milli skafts innlægrar taugafrumu, sem flytur sársauka og
bols þeirrar frumu, er flytur boðin upp í mænu
og heilastofn. Það er við þessi skaft-bols
taugamót sem boðefnið(súpstans P) er losað
og örvar viðtæki sem er fjærmegin í taugamótum
og gerir það að verkum að boðin berast upp í
mænu og heilastofn. Þegar morfínpeptíðið
er losað í stórum skömmtum við skaft-skaft taugamótin
virðist sem það lami verkun súpstans P og þar
með hamli flutningi sársaukaboða.
Einnig er hægt að finna
morfínviðtaka utan miðtaugakerfinins; í taugahnoðrum
í maga og þörmum og í útkirtlum í
meltingafærum. Enda hefur morfinið verið notað sem lækningalyf
við niðurgangi (veldur hægðartregðu) þar sem
það veldur samdrætti í sléttum vöðvum
í vegg maga og þarma og í hringvöðvum.
En það virkir einnig samdrátt í gallblöðru,
brisgöngum, þvaggöngum og í hringvöðva
blöðru svo að erfitt er að losa þvag. Í
útkirtlum hefur morfínið þau áhrif að
það þurrkar kirtlana, sem sjá um að seyta safa
í meltingaveg (munnvatnskirtlar ,bris og lifur) og er með sanni
hægt að segja að þetta sé varasamt lyf sem beri
að forðast og þá er ennþá eftir
að telja upp þau áhrif sem morfín og morfínlík
lyf hafa á æðar, hvort sem er blá eða slagæðar
(veldur víkkun). Það veldur öndunarerfiðleikum
(slævar öndunarstöðvar í heila) og er stórvarasamt
fyrir konur því það truflar starfsemi undirstúku,
ruglar tíðarhringnum og dregur úr hríðum og
seinkar fæðingu.
Þróunin er samt grýðarleg
og stanslaust er verið að framleiða lyf sem eiga að draga
úr þessum aukaverkunum því morfínið
er vel til þess fallið að lina þjáningar en
ennþá hefur ekki fundist betra lyf. Núna á
síðustu áratugum hefur verið farið að framleiða
andmorfínlyf sem verka að hluta til líkt morfíni
en dregur jafnframt úr hliðarverkunum en því miður
hefur það aðrar stórhættulegar aukaverkanir
sem líkjast hvað mest geðveiki. Vonandi á framtíðin
eftir að koma með betri lyf á markað sem virka ekki
jafn sterkt á allan líkamann og lyf sem ekki eru eins ávanabindandi
og morfín og mórfínlík lyf gera í dag.
Höfundar verkefnis og vefarar: Guðbjörg
Hulda Einarsdóttir, Hólmfríður Ásta Pálsdóttir
og Sólveig Ósk Aðalsteinsdóttir.
Uppfært: apríl 2001
|