LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999. / Beinmyndun.

Beinmyndun langra beina.

    Mynd A: A. Í fóstri verður til brjósklíkan allra beina úr glærbrjóski.
    Mynd B: B. Beinhimnan myndast utan um brjósklíkan. Innan á beinhimnu, periosteum eru beinmyndandi frumur, osteoblastae.
    Mynd C: C. Beinmyndandi frumur frá periosteum fara inn í brjósklíkanið og taka til við beinmyndun þar. Áður hafa beinætur, osteoclastae brotið niður glærbrjóskið. Beinæturnar brjóta einnig niður beinmassa til myndurnar merghols.
    Mynd D: D. Blóðæðar frá periosteum vaxa inn í merghol.
    Mynd E: E. Merghol stækkar og beinmyndun heldur áfram í legg. Yst er myndað þétt bein, substantia compacta en innst frauðbein, substantia spongiosa. Beinætur eyða frauðbeini til myndunar merghols. Beinmyndun í legg er 1. stigs beinmyndunarstaður (primary ossification center).
    Mynd F: F. Beinmyndun hefst í köstum, þar er eingöngu myndað frauðbein, s. spongiosa. Beinmyndun í köstum er 2.stigs beinmyndunarstaður (secondary ossification center).
    Mynd G: G. Lengdarvöxtur á mörkum leggjar og kasta:
  • Beinætur brjóta niður glærbrjósk og beinmyndandi frumur nýmynda millifrumuefni beins.
  • Brjóskfrumur nýmynda glærbrjósk. Glærbrjósk á mörkum leggjar og kasta, kastbrjósk. Kastbrjósk í kastlínum eða vaxtarlagi beinsins.
Þykktarvöxtur: Frumur við beinhimnu nýmynda bein.
    Mynd H: H. Á unglingsárum gengur eyðing kastbrjósks og nýmyndun beins hraðar en nýmyndun kastbrjósks:
  • Vaxtarlög smáþynnast, uns ekkert brjósk verður eftir í vaxtarlagi.
  • Vaxtarlagið beingerist (verður að beini) og lengdarvexti lýkur.
  • Þykktarvöxtur í gangi áfram.
    Mynd I: I. Á fullorðinsárum: Beinmyndandi frumur frá beinhimnu nýmynda bein, það er þykktarvöxtur. Beinætur stækka mergholið. Fram til 35 - 40 ára aldurs er þykktarvöxtur og stækkun merghols í jafnvægi, en eftir það dregur úr virkni beinmyndandi fruma. Afleiðingin af því er að merghol stækkar og bein gisna.

Skýringar við myndir:

litur:
Glærbrjósk.
litur:
Frauðbein.
litur:
Merghol.
litur:
Þétt bein.
litur:
Beinhimna.
litur:
Æðar.
litur:
2. stigs beinmyndunarstaður.

Upp síðuna. / LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999 / til baka


Beinavefurinn. Beinmyndun.
Höfundar: Erna Sólveig Júlíusdóttir og Sigrún Svafa Ólafsdóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. nóvember 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/bein1/bein1b.htm