LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999. / Beinþynning.

Bein.

    Beinin eru lifandi vefur og þar á sér stað stöðug endurnýjun á beinvef. Hjá börnum og unglingum lengjast beinin og kalk sest á vefinn sem er að vaxa. Alla æfina eru beinin að endurnýjast og taka breytingum. Beinin eru gerð úr ytra og innra byrði. Ytra byrðið er þétt og nefnist þéttbein en innra byrðið líkist svampi og nefnist frauðbein. Tvær tegundir frumna eru mikilvægar við endurnýjun beins. Það eru beinmyndunar frumur, osteoblastae og beinátufrumur, osteoclastae. Beinátufrumur brjóta niður bein en beinmyndunar frumur mynda ný bein. Samspil þessara frumna þarf að vera í jafnvægi svo réttur styrkur haldist í beini. Þegar líður á æfina breytast innbyrðis hlutföll í beinum. Virkni beinmyndunar frumanna minnkar þannig að þéttbeinið þynnist og frauðbeinið gisnar.

beinþynning:
Myndin sýnir muninn á heilbrigðu beini og beini sem hefur gisnað.

Beinagrindin léttist nokkuð með aldrinum en hlutfall efna beytist ekki inn í vefnum. Þessi rýrnun sem verður kallast beinþynning eða beingisnun.

bein:
Bygging beins.

Upp síðuna. / LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999 / til baka


Beinavefurinn. Beinþynning.
Höfundar: Guðný Rósa Tómasdóttir, Herdís Halla Ingimundardóttir og Rúna Einarsdóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. nóvember 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/bein11/bein.htm