LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999. / Beinþynning.

Forvarnir gegn beinþynningu.

    Til að minnka líkur á beinþynningu er ýmislegt hægt að gera. Öll límamsþjálfun styrkir beinin. Þó sérstaklega göngur og hlaup. Þá ber að gæta vel að matarræði og neyta kalkríkra fæðu. Dæmi um um fæðu sem inniheldur mikið kalk: mjólk, jógúrt, skyr, ostur, rækjur, túnfiskur og fiskur með ætum beinum t.d. silungur. Einnig er mikið af kalki í öllu grænu grænmeti og grófu kornmeti en það nýtist verr en kalkið í mjólkinni. D-vítamín er líka í flestum þessum fæðutegundum en þó er ekkert sem er betra en lýsið. Kaffi, áfengi, kjöt og salt ætti að neyta í hófi. Reykingar draga úr myndun östrogen hormónsins. Gosdrykkir eru með fosfötum sem talið er að bindi kalk í þörmum. Óhófleg gosdrykkja veldur því að fólk drekki ekki nógu mikla mjólk, þar af leiðandi fái ekki nóg kalk. Hægt er draga úr hraða beinþynningar og e.t.v. stöðva hana allveg með réttu mataræði og góðri heyfingu.

beinþynning:
Mjólk er kalkgjafi.

Greina má beinþynningu með röntgenmyndum en niðurstaða fæst ekki fyrr en um helmingur beinmassanns er horfinn. Konur fá oftar beinþynningu en karlar, eða um 80% allra þeirra sem fá sjúkdóminn. Beinmassi nær hámarki um 30-35 ára aldurinn. Fer hægt minnkandi eftir það og nálgast hrun um tíðarhvörf. Þá minnkar östregon hormónið mjög mikið en þau eru nauðsynleg til að vernda beinin.

Upp síðuna. / LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999 / til baka


Beinavefurinn. Beinþynning.
Höfundar: Guðný Rósa Tómasdóttir, Herdís Halla Ingimundardóttir og Rúna Einarsdóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. nóvember 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/bein11/forvar.htm