LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999. / Beinþynning.

Hvað er beinþynning.

    Beinþynnning er án einkenna og vex hægt og hægt. Hún er einnig án verkja til að byrja með og er þess vegna mjög dulinn sjúkdómur. Fyrstu einkenni um sjúkdóminn eru oftast beinbrot eða að hryggjaliðir falla saman. Við það verður líkaminn hokinn.

beinþynning:
Við beinþynningu verður líkaminn hokinn.

Greina má beinþynningu með röntgenmyndum en niðurstaða fæst ekki fyrr en um helmingur beinmassanns er horfinn. Konur fá oftar beinþynningu en karlar, eða um 80% allra þeirra sem fá sjúkdóminn. Beinmassi nær hámarki um 30-35 ára aldurinn. Fer hægt minnkandi eftir það og nálgast hrun um tíðarhvörf. Þá minnkar östregon hormónið mjög mikið en þau eru nauðsynleg til að vernda beinin.

Upp síðuna. / LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999 / til baka


Beinavefurinn. Beinþynning.
Höfundar: Guðný Rósa Tómasdóttir, Herdís Halla Ingimundardóttir og Rúna Einarsdóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. nóvember 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/bein11/hvader.htm