LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999. / Beingisnun.

Áhrif á þróunina.

    En vil ég nú minnast á fjóra þætti sem hafa áhrif á þróun beingisnunar.
  • Má þar fyrst af öllu nefna hið áðurnefnda kalk sem er stór þáttur í því. Því eldra sem fólk er því meiri þörf er á kalki hjá þeim einstaklingum og er ástæðan sú að fólk bæði borðar minna og hreyfir sig minna. Flestar konur sem eru eldri en 35 ára eru taldar vera í neikvæðu kalkjafnvægi. Þá er nauðsynlegt að passa upp á að neyta kalkmikillar fæðu og má þar nefna mjólk, undanrennu, ís og ost.
    kalkrík fæða:
  • Í öðru lagi mætti nefna estrogen. En estrógenið er kynhormón sem framleitt er í eggjastokkum kvenna. Við tíðarhvörf minnkar framleiðslan á því. Rannsóknir hafa leitt í ljós að estrogengjöf er góð fyrirbyggjandi meðferð við beingisnun. Með estrogengjöf er er dregið úr beintapi, en eingöngu á meðan meðferð stendur. Estrogengjöf hefur sína galla, eins og svo flest annað, það eru aukaverkanirnar sem fylgja henni og eru þær óæskilegar.
  • Í þriðja lagi er vert að nefna hreyfingarleysi. En breyttar aðstæður valda, oft á tíðum, minni hreyfingar. Fólk notar bílana frekar en að ganga og það stuttar vegalengdir. Talið er æskilegast að byrja að taka inn kalk strax á unglingsárunum, ef með þarf, og stunda æfingar en það er þó aldrei of seint að hefjast handa. Eftir því sem fólk eldist eru meiri líkur á minni hreyfingu.
  • Í fjórða og síðasta lagi er það áhrif þjálfunar á beinmassann. Því meira sem þjálfað er, eykst beinmassinn þeim meira. Eftir því sem beinmassinn er meiri hefur maður meiri forða þegar aldurinn færist yfir mann. Þar með eru minni líkur á beinbrotum en hjá öðru eldra fólki sem lítið kapp hefur lagt á þjálfun og hafa þar með minni beinmassa. Aðeins léttar æfingar duga til að auka beinmassann hafi fólkið verið í frekar lítilli þjálfun. Mikilvægt er því fyrir eldra fólk að hreyfa sig meira en minna.

Upp síðuna. / LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999 / til baka


Beinavefurinn. Beingisnun.
Höfundur: Hafdís María Jónsdóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. nóvember 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/bein12/ahrif.htm