LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999. / Beingisnun.

Hver eru einkennin.

    Einkenni beingisnunar eru nokkur en ekki að fullu ljós og eru menn ekki allir á sama máli um hver þau eru.

Guðrún Brynjólfsdóttir telur eftirfarandi atriði vera helstu einkenni beingisnunar:

  • Almennt beintap sem gerist bæði hjá konum og körlum af öllum kynþáttum og er háð aldri
  • Tímabundið samband beintaps við tíðarhvörf kvenna
  • Aukning upptöku (resorption) á innri hluta beins meðan beinmyndun er eðlileg.
  • Lágt súrefnismagn beina
  • Bakverkir eða jafnvel beinbrot
(Guðrún Brynjólfsdóttir. 1989:35)

Hér að framan eru ýmsir þættir sem hafa má í huga um hver helstu einkenni beingisnunar eru, en þessi atriði eru ekki tæmandi.

LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999 / til baka


Beinavefurinn. Beingisnun.
Höfundur: Hafdís María Jónsdóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. nóvember 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/bein12/einkenn.htm