LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999. / Beingisnun.

Beingisnun.

    Beingisnun er sjúkdómur sem leggst frekar á eldra fólk og þá helst konur. Beinmassinn minnkar og við því þarf að bregðast á réttan hátt. Hvers vegna fær maður beingisnun og hvað er hægt að gera til þess að sporna við henni? Ef þú vilt ekki vera með bogið bak og nokkrum sentimetrum styttri en þú varst skaltu strax gera ráðstafanir.

Beingisnun má skilgreina á þann hátt að beinmassinn minnkar en beinið sjálft heldur eðlilegri lífefnafræðilegri uppbyggingu. Jafnvægið milli niðurbrots og myndunar beinvefja er truflað, og jafnvel þótt beinið haldist óbreytt að stærð verður bygging þess veik og stökk og á beinið auðvelt með að brotna jafnvel við minnsta álag ef beingisnun er orðin frekar mikil.

Það má segja að beingisnun leggjist aðallega á eldra fólk. Þegar fólk er orðið u.þ.b. 35 ára gamalt byrja beinin að hrörna. Ótrúlegt ekki satt. Fram að tíðarhvörfum tapa konur um 1% árlega af beinmassa sínum. Hraði beintapsins eykst síðan eftir tíðarhvörf og þá verður að huga að fjölbreyttu og hollu matatæði og góðri hreyfingu ef ekki hefur verið hugað að þessum þáttum fyrr, en æskilegt er að temja sér þá strax á unglingsárum eða fyrr. Beintapið nær síðan fyrri hraða, eftir ca. 5 ár. Hrörnun beinanna byrjar mun seinna hjá körlum en konum. Það er ekki fyrr en um fimmtugt og tap beinmassans hjá þeim er ekki meira en 0,4-0,5% á ári og það er ekki fyrr en um áttrætt sem beingisnun gæti orðið að vandamáli þegar hraði hrörnunar eykst.

Beingisnun getur orðið í einu eða fáeinum beinum, sem afleiðing skorðunar einhvers líkamshluta svo sem við meðferð beinbrota.

Upp síðuna. / LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999 / til baka


Beinavefurinn. Beingisnun.
Höfundur: Hafdís María Jónsdóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. nóvember 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/bein12/gisnun.htm