Það geta verið margar ástæður fyrir beingisnun,
s.s. sumar hormónatruflanir og má þar nefna Cushings sjúkdóminn sem valdið getur almennri beingisnun.
Beingisnun getur jafnvel orðið vegna skakks mataræðis, þegar of lítið er af eggjahvítuefnum og
þegar of lítið er af kalki í fæðunni getur líkaminn ekki myndað beinvef á eðlilegan hátt.
En svo er það langalgengasta orsökin, ellin. En auðvitað ef neytt er rétts mataræðis og viðkomandi
hreyfir sig þá getur nú verið að beinin hrörni ekki eins hratt þó maður sé orðinn gamall.
Talið er að öll bein gisna verði þau nógu gömul.
|
LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999 / til baka