LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999. / Beingisnun.

Lokaorð.

    Niðurstaðan er sú að nauðsynlegt er að neyta nógu kalkríkrar fæðu, hreyfa sig nóg, s.s. ganga og iðka hinar ýmsu æfingar sem eru æskilegar, er góð fyrirstaða fyrir því að fá beingisnun. Best af öllu er þegar strax er byrjað að iðka æfingar á unga aldri og því haldið áfram. Þá er beinmassi mikill og hættan á beingisnun afar lítil. Því ætti að temja sér þjálfun frá unga aldri. En aldrei er of seint að byrja.

Athyglisvert er að konur eiga í miklu meiri vanda að stríða heldur en karlarnir sem beingisninin hefur áhrif á þá mun seinna en konurnar. Flestir þeir sem komnir eru á efri ár geta vel byrjað að iðka æfingar og reynt að koma í veg fyrir beingisnun. Vert er að hafa það í huga, eins og áður kom fram, að léttar æfingar duga til þess að auka beinmassann hjá eldri konum, sem þó hafi verið í lítilli þjálfun og eru komnar með beingisnun eða hafi brotnað. Þess vegna er aldrei of seint að byrja.

LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999 / til baka


Beinavefurinn. Beingisnun.
Höfundur: Hafdís María Jónsdóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. nóvember 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/bein12/loka.htm