Beinbrot.
Beinbrot geta verið margskonar t.d. getur það farið eftir því hvaða bein það er sem brotnar og einnig hvað brotinu olli. Ef t.d. útlimur brotnar kippast til hinir sterku vöðvar sitthvoru megin við brotið og toga beinendana sundur með krampakenndum rykk. Þegar svona á sér stað fjarlægast beinendarnir hvorn annan. Ef hægt væri að draga þá auðveldlega saman þannig að brotendarnir mættust nákvæmlega í réttri stöðu væri mjög auðvelt að lækna brotið og það tæki stuttan tíma. En því er nú verr að vöðvarnir vinna gegn því að beinendarnir falli rétt saman og þess heldur mætast þeir á horni. Sumstaðar eru vöðvarnir mjög sterkir t.d. í lærinu , og dragast þá beinendarnir stundum frá hvor öðrum svo að limurinn styttist. Beinbrot grær best ef beinendarnir eru skorðaðir og felldir saman vandlega í réttri stöðu þangað til brotið grær. Ef beinbrotið er ekki höndlað á þann veg er hætt við því að brotið grói ekki rétt saman þ.e. að beinið verði of stutt , skakkt , langt eða veikbyggt. Læknarnir sjá vel á röntgenmyndum ( myndir sem sýna inn í líkmann ) hvernig brotið er. Þegar læknirinn hefur skorðað brotið og fullvissað sig um að beinin séu rétt felld saman skorðar hann brotna liminn yfirleitt með sérstökum umbúðum svo að beinið haldist rétt skorðað saman þar til það er endanlega gróið. Til þess er notað sárabindi sem í er gips. Læknirinn bleytir bindið og vefur því margföldu utan um brotna handlegginn eða fótlegginn ( gips er einkum notað á brotna útlimi ) Gipsið í bindinu þornar mjög fljótlega upp og verður að hörðum hólk sem skorðar brotna útliminn svo vel að beinendarnir geta ekki haggast. Í sumum beinbrotatilvikum nota læknar ekki gips. t.d. næði ekki nokkur maður andanum ef gips væri sett utan um brjóstgrindina til að skorða brotið rifbein. Læknirinn skorðar því rifbeinið frekar með sterkum plástri. Í tilvikum eins og þar sem um er að ræða brotin fingur er oftast látin spelka - stöng úr plasti eða málmi sem plástraður er síðan við fingurinn og kemur þannig í veg fyrir að hann sé beygður og fari úr skorðum á meðan brotið grær. Eftir að læknismeðferð er lokið og brotna beinið komið í óhagganlegar skorður sér náttúran um restina og brotið fer að gróa. Það hefst þannig að blóðið sem lekið hefur úr slitnum æðum nálægt brotinu tekur að storkna. Storknaða blóðið lokar rifnu æðunum svo að blóðrennsli stöðvast. Aðrar nálægar æðar taka við störfum skemmdu æðanna þar til þær eru grónar og geta tekið aftur til starfa. Því næst fara beinfrumur að myndast í báðum endum brotsins. Nýju frumunum fjölgar þangað til að frmurnar í báðum endum ná saman og taka að fléttast saman í eina sterka heild. Þetta heldur síðan áfram þar til beinið er orðið gildnara og jafnvel sterkara við brotið en í kring. |
Upp síðuna. / til baka / Heimildaskrá / LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999