Flest þeirra tvö hundruð beina sem mynda beinagrind þína, gegna hlutverki innri grindar,
sem uppistaða hinna ýmsu líkamshluta. Að auki lykja sum bein, og varðveita,
ákveðin líffæri og líffærakerfi. Höfuðkúpan varðveitir t.d. heilann, brjóstkassinn skýlir hjarta og
lungum, og að hluta líffærum ofarlega í kviðarholi s.s.maga og lifur.
Einnig umlykur hryggsúlan mænuna og varðveitir hana.
Beinagrindin er samsett af beinum sem eru gerð úr starfandi vef. Þau eru mynduð úr breytilegum frumtegundum, sem greyptar eru í harða grind úr kalki og eggjahvítuefnum. Innan sumra beina er mjúkur kjarni, sem kallast beinmergur. Er það mjög starfsamur vefur, þar sem flestar tegundir blóðfrumanna myndast. Beinagrindinni er skipt í 2 flokka beina, möndulhluta og viðhengishluta. Hryggsúlan tilheyrir þannig möndulhluta ásamt höfuðkúpu, rifum og bringubeini. |
Upp síðuna. / LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999 / til baka