LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999. / Hryggur.

Sjúkdómar.

    Orsakir ýmiss konar bakverkja eru að verulegum hluta þær hömlur sem þessar takmörkuðu hreyfingar setja. Snöggur snúningur eða of mikið álag á einn hlekk í keðjunni getur haft sársaukafull áhrif á hryggsúluna sjálfa og á þá fjöldamörgu vöðva og liðbönd sem binda hryggjarliðina saman. Verkir í baki eru svo algengir sem raun ber vitni m.a. vegna þess, að mænan, sem er stór hluti miðtaugakerfisins, gengur eftir göngum, sem liggja eftir hryggsúlunni. Út frá þessum göngum eru síðan op til hliðanna, sem úttaugar ganga um til ýmissa hluta líkamans, þannig að sjúkleiki í hryggjarlið, liðbandi eða liðþófa getur valdið þrýstingi á ýmsa hluta taugakerfisins. Verkir í baki geta því verið undanfari einkenna, svo sem verkja eða slappleika, í svo til öllum hlutum líkamans.

Frumurnar brjóta í sífellu niður gamalt bein og mynda nýtt, svo að beinagrindin er í sífelldri endurnýjun. Ef þetta viðhaldskerfi raskast er afleiðingin einn eða fleiri þeirra beinasjúkdóma sem lýst er hér á eftir.

  1. Liðhlaup verður ef þeir beinendar sem liggja hvor að öðrum ýtast sundur, þannig að eðlileg afstaða þeirra brenglast og hreyfing um liðamótin er ekki lengur eðlileg. Við liðhlaup aflagast liðurinn, verður aumur viðkomu og hreyfing um hann mjög takmörkuð. Liðurinn þrútnar og húðin yfir skiptir um lit. Liðhlaup hryggjarliða getur skaðað alla mænuna og þannig stundum valdið lömun líkamans neðan áverkastaðar.
  2. Við beingisnun rýrnar beinið. Jafnvægi milli niðurbrots og myndunar beinvefja er truflað, og jafnvel þó stærð beinsins haldist óbreytt verður bygging þes veik og stökk. Beingisnun veldur venjulegast ekki einkennum, nema hún verði í hryggjarlið, þar sem hún veldur bakverk og menn geta styst og orðið lotnir í herðum, því að hryggjarliðirnir ýtast með tímanum saman. Sjúkdómurinn er algengastur hjá öldruðum.
  3. Hryggþófahlaup er talið vera sérstakur sjúkdómur. Hryggþófarnir milli hryggjarliðanna eru mjúkir og þjálir og samsettir af ytra bandvefslagi, sem umlykur hlaupkenndan ynnri massa. Hrörni þófinn og glati sveigjanleika sínum, t.d vegna elli eða vegna ofreynslu í baki, getur hann hlaupið, þ.e. hluti hlaupkenda massans þrýstist út gegnum veilu í bandvefslaginu. Afleiðingin er sú að hryggþófinn glatar að hluta til höggdeyfandi eiginleika sínum, þrýstir á aðlægar taugar og veldur þannig sársauka.
  4. Hryggjarstirðnun er þegar liðamótin milli einstakra hryggjarliða stirðna svo að sveigjanleiki hryggsúlunar minnkar. Hryggjarstirðnun á vægu stigi er oftast einkennalaus. Oft er þó um að ræða tímabundna verki í þeim hluta baksins. Bakhreyfingar geta orðið sífellt sárari með tímanum , erfiðara reynist að beygja eða snúa. Hryggjarstirðnun er nokkuð algeng, einkum hjá einstaklinum yfir fertugu.
  5. Hryggjarliðabólga er bólga í liðum sem tengja sjálfa hryggjarliðina. Við heftibólgu hryggjar líður bólgan hjá, en afleiðing hennar eru bæklandi, stirðir og skemmdir liðir sem læsa saman einstaka liðum hryggsúlunnar. Heftibólga hryggjar byrjar oft með verkjum í mjóbaki, sem lagt getur út í þófhnappana. Venjulegast eru óþægindin og stirðleikinn verst að morgni til. Stundum finnst einnig fyrir stirðleika og sárindum í mjöðmum, auk þass sem hryggurinn er undarlega stirrður. Hryggjaliðabólga er óalgeng en þó algengari hjá körlum en konum.
  6. Hryggskekkja er óeðlileg hliðarsveigja á hryggnum sem veldur því að bolurinn verði skakkur. Stundum er hryggskekkja meðfæddur galli, en einnig geta ákveðnir sjúkdómar valdið henni, eins og lömun eða máttleysi hryggvöðvanna. Í unglingum getur hryggskekkjan hins vegar komið fram í heilbrigðum einstaklingi án nokkurrar sýnilegrar ástæðu. Þetta er nær tíu sinnum algengara hjá stúlkum en drengjum.

Upp síðuna. / LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999 / til baka


Beinavefurinn. Hryggur.
Gróa Helga Eggertsdóttir og Þorbjörg Tryggvadóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. nóvember 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/bein15/sjuk.htm