LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999. / Vefjafræði beina.

Beinfrumur.

   
Frumur:
Frumur beins: Forstigsbeinfruma, beinmyndandi fruma og beinfruma.

Beinmyndandi frumur, osteoblastae eru stórar frumur sem sjá um myndun á nýju beini, á meðan að upphafsbeinmyndun og seinni endurmótun beins stendur yfir. Beinmyndandi frumur mynda þéttpakkaðan hjúp á yfirborði beina, þar sem beinmyndun fer fram. Þær verða til við sérhæfingu forstigsbeinfrumna í beinhimnu, en það er vefurinn sem hylur ytra borð beins, og í mergholshimnu mergholsins. Þessi frumusérhæfing þarfnast mikils blóðs og ef nóg blóð er ekki til staðar þá myndast brjóskfrumur en ekki beinmyndandi frumur.
Beinmyndandi frumur framleiða aðeins lífræna, óbeingerða hluta beinsins sem er kallaður osteoíð (osteoid) og er það eins konar beinlím. Það samanstendur af tveimur efnum sem seytla inn í ólík hólf frumunnar: slímfjölsykrur (mucopolysaccharides), frá golgífléttum, og kollagensþræðum, úr frymisnetinu. Slímfjölsykrur eru aðalhluti osteoíðs, en kollagensþræðirnir styrkja millifrumuefnið líkt og steypustyrktarjárn er notað til að styrkja steinsteypu.
Að lokum fara beinmyndandi frumur inn í vaxandi millifrumuefni beins, og þá kalkgerist efnið og frumurnar gildna. Þegar millifrumuefnið eykst einangrast beinmyndandi frumur í lónunum. Einangruðu beinmyndandi frumurnar heita þá beinfrumur, osteocytae. Um 10 % beinmassans endurnýjast á ári hverju.

Beinfrumur, osteocytae eru frumur sem eru í millifrumuefni fullmótaðra beina. Þær eru skorðaðar í smáu holrými kallað lón, lacuna sem geymd eru í kalkgerðu millifrumuefni beins. Beinfrumur myndast úr beinmyndandi frumum, osteoblastae, eða úr beinmótandi frumum, sem eru beinmyndandi frumur umvafnar afurðum sínum sem þær seyta. Angar úr umfrymisneti beinfrumunnar, cytoplasmic processes teygja sig frá frumunni í áttina til annarra beinfrumna, í gegnum mjóa farvegi sem kallaðir eru smugur eða ganglingar, canaliculi. En með þessum smugum eru flutt næringaefni til að viðhalda þessum frumum.
Beinfrumur, osteocytes eru ekki virkar í myndun beins eins og beinmyndandi frumur, osteoblasts, en það er óskýrt hvaða starfi þær gegna í myndun beins. Komið hefur verið með þá tilgátu að beinfrumur stuðli að kalkuppsogi.

Frumur:
Frumur beins: Beinátufruma.

Beinátufrumur, osteoclastae eru stórar fjölkjarna frumur sem sjá um að brjóta niður brjósk og bein á meðan á byggingu eða endurnýjun beina stendur yfir. Bein er hreyfanlegur vefur sem sífellt er brotinn niður og endurbyggður vegna kalsíumþarfar líkamans. Þær hafa umráð yfir lítilli dæld á yfirborði beinsins sem kallað er Howship's lónið, lónin eru talin vera eyðing á beini vegna ensíma beinátufruma. Beinátufrumur líta út fyrir að vera samruni margra lítilla fruma og geta haft allt að 200 kjarna, þótt flestar hafi aðeins 5-20. Sú hlið frumunnar sem næst er beini inniheldur mörg lítil útskot sem teygja sig inn í yfirborð beinsins og mynda svæði þar sem fruman er virk. Beinátufrumur framleiða fjölda ensíma, fremstar meðal þeirra eru fosfatsýra og kollagenasi sem leysa bæði upp lífræn kollagen og ólífrænt kalsíum og fosfór úr beini. Hart beinið er fyrst brotið í mola með því að leysa um slímfjölsykrur (mucopolysaccharide) sem heldur því saman og svo gleypa beinátufrumurnar molana og melta þá. Kalsíum og fosfór losna fyrst úr læðingi við niðurbrot beins og er sent út í blóðrásina.
Kalkkirtlahormónið, parathyroidhormone stjórnar starfsemi beinátufruma og er losað til að breyta kalsíumstyrk í blóði. Áður var talið að þetta hormón ylli því að hluti beinmyndandi fruma (osteoblasts) breyttist í beinátufrumur, en nú er talið að þessar tvær frumur, sem hafa andstæð hlutverk í viðhaldi beins, eigi þátt í myndun hvorar annarrar.

Upp síðuna. / LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999 / til baka


Beinavefurinn. Vefjafræði beina.
Höfundar: Anna Kristín Óladóttir, Hafdís Þórunn Helgadóttir, Hildigunnur Kristinsdóttir og Jóna Katrín Guðnadóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. nóvember 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/bein4/frumur.htm