LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999. / Vefjagerð beina.

Beinhimna.

    Flest öll bein mannslíkamans hafa nokkurs konar ytra lag sem kallað er beinhimna. Það er slétt, þétt og misjafnt að þykkt.

Beinhimna umlykur allt beinið nema liðbrjósk sem er á endum langra beina.

Beinhimna er gerð úr seigri bandvefshimnu og hefur mikla þýðingu fyrir starfsemi beins, til dæmis við vöxt og viðgerð þess.

Í beinhimnu myndast nokkurs konar forstigsbeinfrumur sem síðan breytast í beinmyndandi frumur (osteoblasts) sem síðar festast í lónum millifrumuefnis og verða að beinfrumum (osteocytes). Einnig myndast í beinhimnu beinátufrumur (osteoclasts) sem geta haft allt að 200 kjarna, þótt flestar hafi einungis 5-20.

Innra lag beinhimnunar sendir skilaboð til beinmyndandi fruma um að móta nýtt bein og undirbúa það til að mæta nýjum skilyrðum. Það er ríkt af taugaendum og blóðæðum og sér beininu fyrir næringu.

Öll liðbönd og sinar festast við beinhimnu þannig ef liðband slitnar þá er það oftast beinhimnan sem hefur gefið sig.

LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999 / til baka


Beinavefurinn. Vefjagerð beina.
Höfundar: Anna Kristín Óladóttir, Hafdís Þórunn Helgadóttir, Hildigunnur Kristinsdóttir og Jóna Katrín Guðnadóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. nóvember 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/bein4/himna.htm