LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999. / Vefjafræði beina.

Beinmergur.

    Beinmergur, einnig nefndur mergvefur, er mjúkur hlaupvefur sem fyllir holrými beina. Hann er um 2 - 5% af líkamsþyngd manns. Beinmergur er annað hvort rauður eða hvítur, en það fer eftir því hvort fitu- eða æðavefurinn er meiri.
  • Rauði beinmergurinn: Í mannfólkinu er það rauði beinmergurinn sem framleiðir allar blóðfrumur mannsins, fyrir utan eitilfrumur sem framleiddar eru í mergnum en þroskast í eitilvef. Rauði mergurinn styrkir einnig lifur og milta við niðurbrot á gömlum blóðfrumum.
  • Hvíti beinmergurinn er geymsla fyrir fitu en getur ummyndast í rauðan blóðmerg við vissar aðstæður, til að mynda við alvarlegan blóðmissi eða hita.
Frá fæðingu og fram til sjö ára aldurs er allur beinmergur mannsins rauður og er mikil þörf fyrir myndun á nýju blóði. Eftir það fer merghol að myndast og kemur fitumergurinn smám saman í stað þess rauða og í fullorðnum einstaklingum finnst rauður beinmergur í eftirtöldum beinum: mjaðmabeini, hryggjaliðum, bringubeini, rifjum og höfuðkúpu svo og endum langra beina í fótlegg og upphandlegg og í frauðbeini. Holrými langra beina eru fyllt með fitumerg.

Rauður beinmergur saman stendur af trefjaríkum æðaríkum bandvef sem inniheldur frumur sem skiptast í breyttar blóðfrumur. Þessar frumur verða undanfarandi frumur ýmissa fruma, rubiblastar auka fjölda rauðu blóðkornanna og myeoblastar verða að kornfrumu sem er gerð hvítra blóðkorna. Blóðflögur, smáar blóðfrumur sem sjá um storknun blóðs, myndast úr stórum mergfrumum sem kallast blóðflöguforveri.

Nýju blóðfrumunum er sleppt í stokkháræðar, stórar og þunnar vessaæðar sem seyta í æðar beinsins. Í fullorðnum spendýrum fer blóðmyndunin fram í beinmergnum. Í neðri hryggjaliðum geta einnig aðrir vefir framleitt blóðfrumur en í skriðdýrum og froskdýrum fer framleiðsla blóðs fram í blóðvefnum sjálfum (þ.e. í blóðrásinni). Í manninum verða rauðu blóðkornin og blóðfrumur ekki fyrir neinni þróun eða vexti utan rauða beinmergsins.

Hvítu blóðkornin sem myndast í beinmergnum mynda ónæmiskerfi mannslíkamans. Mergskipti hafa verið notuð sem meðferð við vissum kvillum í ónæmiskerfinu. Viðkvæmni mergsins er mikil og getur hann skaddast vegna geislunnar og sumra krabbameinslyfja og þar af leiðandi hafa þessar meðferðir tilhneigingu til að veikja ónæmiskerfið. Geislun getur varðveist í beinmergnum og síðar getur hún orsakað krabbamein.

Rannsóknir á beinmerg geta verið ganglegar í greiningu vissra sjúkdóma, sérstaklega þeirra sem tengdir eru blóð og blóðmyndandi líffærum. Með þeim er hægt að komast að upplýsingum um járnforða blóðsins og stöðu blóðframleiðslu. Beinmergs sýnataka, bein fjarlæging á litlu magni (1ml) af beinmerg er framkvæmd með sogi í gegnum hola nál. Nálin er venjulega sett í bringubeinið í fullorðnum einstaklingum en í efri hluta sköflungsbeins í börnum. Þörfin fyrir beinmergs sýnatöku er venjulega byggð á fyrri blóðrannsóknum og er hún gagnleg í að veita upplýsingar um stig óþroskaðra blóðkorna. Marga sjúkdóma er hægt að greina með rannsóknum á beinmerg má þar á meðal nefna hvítblæði svo og óvenjuleg tilfelli af blóðsleysi.

Upp síðuna. / LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999 / til baka


Beinavefurinn. Vefjafræði beina.
Höfundar: Anna Kristín Óladóttir, Hafdís Þórunn Helgadóttir, Hildigunnur Kristinsdóttir og Jóna Katrín Guðnadóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. nóvember 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/bein4/mergur.htm