LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999. / Vefjagerð beina.

Beinvefur.

    Eflaust halda margir að bein séu mjög einföld líffæri. En það er ekki svo. Bein er sérhæfður bandvefur sem er nokkuð flókinn að byggingu.

Hlutverk beina er að halda líkamanum uppi, gera okkur kleyft að hreyfa okkur, vernda líkamann og vera forðabúr fyrir kalk og fosfór ásamt því að framleiða blóðfrumur. Af þessu má því sjá að beinin eru okkur mjög mikilvæg og eru ekki bara til staðar svo að við getum hreyft okkur.

Beinvefurinn er harður og steinefnaríkur vefur sem myndar meginhluta beinagrindar flestra hryggdýra. Hann myndast fyrir tilverknað sérstakra beinmyndurnarfruma sem eru inniluktar í vefnum. Beinvefurinn er gerður úr kollagenþráðum og steinefnum.

Langt bein:
Langt bein.

Upp síðuna. / LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999 / til baka


Beinavefurinn. Vefjagerð beina.
Höfundar: Anna Kristín Óladóttir, Hafdís Þórunn Helgadóttir, Hildigunnur Kristinsdóttir og Jóna Katrín Guðnadóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. nóvember 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/bein4/vefur.htm