LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999. / Beinaskrá

Brjóstkassi, thorax.

    Brjóstkassinn skiptist í:
  • rif, costae með geislungum rifja, cartilago costalis
  • bringubein, os sternum.
    • bringubeinshjalt, manubrium sterni
    • bringubeins bolur, corpus sterni
    • flagbrjósk, processus xiphoideus
Bringubeininu er skipt í þrennt. Það er svipað og sverð í laginu og ef maður segir að bringubeinshjaltið sem er efsti hluti þess sé haldið, bringubeinsbolurinn miðhluti þess og svo flagbrjóskið sem er endinn á því og jafnframt oddurinn á sverðinu.

Rifin tengjast bringubeininu með brjóskbeinamótum úr stífubrjóski, kallað geislungarrifja. Rifin eru 24 alls eða 12 rifjapör:

  • 1.-7. rifjapar kallast sönnrif, geislungar þeirra tengjast bringubeininu.
  • Rifjapör 8-10 kallast fölskrif, geislungar þeirra tengjast geislungungum rifjapars 7.
  • Og svo 11.-12. rifjapar nefnast frjálsrif, þau eru án geislunga.
bringubein:
Bringubein.

Upp síðuna. / til baka / LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999


Beinavefurinn. Beinaskrá.
Höfundar: Ari Klængur Jónsson, Smári Björn Þorvaldsson og Sonja Björg Ragnhildardóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. nóvember 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/bein6/kassi.htm