Hryggurinn skiptist í fimm eftirfarandi hluta:
Eftir C7 tekur fyrsti brjóstliðurinn við, T1. Brjóstliðirnir eru 12 og eru flokkaðir eftir því frá T1 til T12. Næstu fimm hryggjaliðirnir flokkast í lendarliði og eru grófari en brjóstliðirnir. Þeir eru flokkaðir frá L1 til L5. Spjaldliðirnir fylgja svo í kjölfarið og eru einnig fimm talsins. Oft eru þessir fimm liðir taldir saman í einn þar sem þeir eru samvaxnir i einn og þá er talað um Os sacrum (spjaldbein). Spjaldliðirnir eru flokkaðir frá S1 til S5. Rófuliðirnir eru svo síðastir, fjöldi þeirra getur verið misjafn, frá þremur og upp í fimm og jafnvel eitthvað grófara. Þeir eru oftast taldir saman í eina heild og þá er talað um Os coccyx (rófubein) þar sem þeir eru samangrónir líkt og spjaldliðirnir. |
Hryggur. |
Upp síðuna. / til baka / LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999