LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999. / Beinaskrá

Hryggsúla, columna vertebralis.

atlas:
Atlas, eða banakringla.

    Hryggurinn skiptist í fimm eftirfarandi hluta:
  • hálsliðir, vertebrae cervicales
  • brjóstliðir, vertebrae thoracicae
  • lendarliðir, vertebrae lumbales
  • spjaldliðir, vertebrae sacrales
  • rófuliðir, vertebrae coccygeae
Hálsliðirnir eru sjö talsins. Þeir eru flokkaðir eftir röð, frá efsta til neðsta með bókstaf og tölustaf. Eftsti hálsliðurinn, Atlas (banakringla) er kallaður C1 og neðsti hálsliðurinn er síðan C7.

Eftir C7 tekur fyrsti brjóstliðurinn við, T1. Brjóstliðirnir eru 12 og eru flokkaðir eftir því frá T1 til T12.

Næstu fimm hryggjaliðirnir flokkast í lendarliði og eru grófari en brjóstliðirnir. Þeir eru flokkaðir frá L1 til L5.

Spjaldliðirnir fylgja svo í kjölfarið og eru einnig fimm talsins. Oft eru þessir fimm liðir taldir saman í einn þar sem þeir eru samvaxnir i einn og þá er talað um Os sacrum (spjaldbein). Spjaldliðirnir eru flokkaðir frá S1 til S5.

Rófuliðirnir eru svo síðastir, fjöldi þeirra getur verið misjafn, frá þremur og upp í fimm og jafnvel eitthvað grófara. Þeir eru oftast taldir saman í eina heild og þá er talað um Os coccyx (rófubein) þar sem þeir eru samangrónir líkt og spjaldliðirnir.

hryggur:
Hryggur.

Upp síðuna. / til baka / LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999


Beinavefurinn. Beinaskrá.
Höfundar: Ari Klængur Jónsson, Smári Björn Þorvaldsson og Sonja Björg Ragnhildardóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. nóvember 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/bein6/kassi.htm