LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999. / Hryggurinn.

Bygging hryggjarliða.

    Dæmigerður hryggjarliður einkennist af:
  1. Liðbol, corpus vertebrae. Á milli liðbolanna er brjóskþófi úr stífu brjóski sem myndar nokkurs konar stuðpúða milli tveggja hryggjarliða en án þeirra væri hryggurinn ekki hreyfanlegur. Liðbolirnir eru burðarásin í líkamanum og eru langstærstir í mjóhrygg. Liðbolur, sem er standandi sívalningur og út úr honum ganga liðbogarnir með tindum sem eru festingar fyrir liðbönd og vöðva er halda hryggnum saman.
  2. Liðboga, arcus vertebrae sem myndar mænugöngin og verndar mænuna.
  3. Hryggtind, processus spinosus sem liggur aftur úr boganum og þar festast bakvöðvar. Hryggtindar eru tengdir sterkum liðböndum.
  4. Tveir þvertindar, processus transversum, hægri og vinstri, sem ganga út frá liðboganum, sitt í hvora áttina og á þá festast vöðvar.
  5. Efri og neðri liðtindar, processus articulares superior et inferior, sem tengja hryggjarliðina fyrir ofan og neðan.

Á milli hryggjarliða liggja liðbönd og fjöldi vöðva sem halda hryggjarliðum í skorðum.

Við fæðingu hefur hryggsúlan lögun sem líkist bókstafnum C og þegar einstaklingur rís á fætur myndast gagnstæð sveigja á hálshluta og mjóhrygg. Þannig er eðlilegur heilbrigður hryggur sveigður á 4 stöðum. Spjaldhryggur sveigist aftur, mjóhryggur fram, brjósthryggur aftur og hálshryggur fram á við. Ef heilbrigður hryggur er skoðaður framan eða aftan frá er hann beinn og í þeirri stöður er hann sterkastur og best búinn til að taka álagi.

Upp síðuna. / LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999 / til baka


Beinavefurinn. Hryggurinn.
Höfundar: Erna Sigurjónsdóttir og Ingunn Ú. Sigurjónsdóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. nóvember 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/bein9/bygg.htm