LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999. / Hryggurinn.

Hryggsúlan, Columna vertebralis.

hryggsúla:
Hryggsúla.

    Þegar talað er um hrygginn er átt við beinin í sjálfri hryggsúlunni og liðamót ásamt brjóski og liðböndum sem tengja beinin saman. Hryggurinn ber uppi líkamann.

Hryggsúlan, columna vertebralis er 32-33 hryggjarliðir, mismunandi grófir eftir mismunandi hlutverkum og því neðar í hryggnum því kröftugri eru hryggjarliðirnir.

Hryggurinn skiptist í:

  1. Hálsliði, vertebrae cervicales sem eru 7. Efsti liðurinn C1 er banakringlan, atlas og tengist hann neðan á höfuðkúpu, cranium á liðfleti á hnakkabeini, os occipitale. Banakringlan gefur svigrúm til að kinka kolli. Næst efsti liðurinn C2 standliður, axis er renniflötur fyrir snúning banakringlu og höfuðkúpu og gerir mönnum kleift að snúa höfðinu. Einkenni hálsliða eru götin fyrir hálsslagæðarnar. Hryggtindar neðri hálsliða eru festingar fyrir háls- og bakvöðva. Þeir eru fínlegastir og hreyfanlegastir.

    atlas:
    Atlas.

    axis:
    Axis.

  2. Brjóstliði, vertebrae thoracales sem alls eru 12. Rifin festast á þá og þeir eru hluti af brjóstkassa.

    brjóstliður:
    Brjóstliður.

  3. Lendarliði, vertebrae lumbales sem eru 5. Þetta eru stórir og grófir hryggjarliðir enda hvílir á þeim mesti þunginn og daglegt líkamlegt álag. Sveigjanleiki líkamans byggist á lendarliðum. Milli L2-L3 endar mænan. Frá L2 liggja taugarætur niður eftir mænugöngum og nefnast eftir lögun sinni "taglið", cauda equina.

    lendarliður:
    Lendarliður.

  4. Spjaldliði, vertebrae sacralis sem eru alls 5. Hjá börnum eru þeir aðskildir en renna saman og mynda spjaldbein hjá fullorðnum sem myndar miðhluta mjaðmagrindar að aftanverðu.
  5. Rófuliði, vertebrae coccygeae sem eru 3-4 og eru aðskildir hjá börnum en renna saman hjá fullvöxnum manni. Milli þeirra eru bandvefsliðir sem eru samgrónir í eitt bein sem heitir rófubein os coccyx.

dempari:
Hryggsúla virkar eins og dempari í bíl.

Upp síðuna. / LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999 / til baka


Beinavefurinn. Hryggurinn.
Höfundar: Erna Sigurjónsdóttir og Ingunn Ú. Sigurjónsdóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. nóvember 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/bein9/hrygg.htm