LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999. / Hryggurinn.

Sjúkdómar í hrygg.

   
  • Hryggþófahlaup ( brjósklos), discus prolaps:
    Hryggþófarnir milli liðbola hryggjarliðanna eru að verulegur leyti byggðir úr brjóski og bandvef með hlaupkenndri miðju. Þess vegna er hryggþófahlaup oft kallað brjósklos í baki.
    Hryggþófinn skemmist venjulega á þann hátt að brjóskskífan sem liggur á milli hryggjarliðanna þolir ekki álagið og sprunga myndast í hinu ytra lagi harða þófans. Við þetta þrýstist hið mjúka innihald þófans út í gegnum sprunguna og veldur þrýstingi á nærliggjandi mænutaugar og það veldur sársaukatilfinningu frá því svæði sem taugarnar koma frá.

    hryggþófahlaup:
    Hryggþófahlaup.

  • Þursabit, lumbago:
    Getur stafað af tognun eða skekkju á einhverjum bogaliðanna eða getur verið upphaf hryggþófahlaups. Byrjar skyndilega og er mjög sársaukafullt.
  • Kryppa, kyhosis:
    Er sveigja á hrygg og veit bungan aftur. Orsakir eru ýmsir sjúkdómar í hryggjarliðum t.d. beinkröm í æsku, berklar í hrygg, afleiðing áverka og vaxtatruflanir.
  • Söðulbak (hryggfetta), lordos:
    Óeðlilega mikil sveigja á neðri hluta hryggjar sem veikir hrygginn.
  • Hryggskekkja, scoliosis:
    Hryggskekkja er óeðlileg sveigja á hryggnum. Raunveruleg hryggskekkja er galli sem kemur fram annað hvort í bernsku eða snemma á unglingsárum. Liðbolirnir eru mjórri öðru megin, þannig að hryggurinn hallast yfir til þeirrar hliðar og snýst. Skekkjan virðist koma vegna truflunar í vexti mjúkvefjanna sem styðja hrygginn.

    hryggskekkja:
    Hryggskekkja.

  • Hrygggigt, spondylitis ankylopoietica:
    Þessi sjúkdómur leggst einkum á ungt fólk. Liðamót bólgna og liðbönd kalka þannig að liðirnir læsast og stirðna. Vegna sjúkdómsins harðna hryggþófar og liðbönd hryggjarins smám saman og líkjast beini, þannig að hryggur verður stífur og ósveigjanlegur og viðkomandi verður hokinn fram á við með flatan brjóstkassa og ávalan hrygg.
  • Beinþynning, osteoporosis:
    Beinþynning á háu stigi veldur samfalli á hryggjarliðum við minnsta álag. Algengust eru brot á liðbolum í baki, sem veldur því að hryggurinn styttist verulega og fólk lækkar. Þetta er fylgifiskur öldrunar og stafar af þynningu á beini vegna taps á steinefnum, einkum kalki.

Upp síðuna. / LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999 / til baka


Beinavefurinn. Hryggurinn.
Höfundar: Erna Sigurjónsdóttir og Ingunn Ú. Sigurjónsdóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. nóvember 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/bein9/sjuk.htm